Vietnam og Cambodiu, dæmi um ferð hjá okkur.
Undanfarin ár höfum við reglulega boðið upp á ferðir til Vietnam og Cambodiu með íslenskri fararstjórn en flestir sem fara til Asíu á okkar vegum eru þó án íslenskrar fararstjórnar. Við setjum þá upp ferðirnar með okkar viðskiptavinum og enskumælandi fararstjórar (heimamenn) sjá síðan um ykkur í ferðinni. Sem dæmi um ferð á þessar slóðir kemur ferðalýsingin hér að neðan, en athugið að þetta er bara hugmynd sem hægt er að breyta og bæta að ykkar óskum.
Páskana 2023 fórum við frábæra ferð um Vietnam og Cambodiu. Hér eru nokkrar myndir úr þeirri ferð
Vietnam og Cambodia eru einstaklega heillandi lönd en ætlunin er í þessari ferð að kynnast margbreytileika þeirra og fegurð. Fyrst er flogið til til höfuðborgar Vietnam Hanoi en í Vietnam verður gist í Hanoi - Halong Bay - Hue og Hoi An . Frá Hoi An verður hldið yfir til Siem Reap í Cambodiu þar sem m.a. verða skoðuð hin einstöku mannvirki á Angor svæðinu eins og t.d. Angor Wat sem var byggt á 12. öld og er stærsta trúar mannvirki í heimi. Í Cambodíu verður gist við bæði í Siem Reap og Battambang en það verður siglt og keyrt á milli borganna, dagur sem verður ógleymanlegur þeim sem það reyna. Það er síðan ekið aftur til Siem Reap og flogið þaðan heim.
Síðan er hægt fyrir þau sem það vilja að framlengja ferðina um 4 daga og vera þá í slökun á ströndinni á paradísareyjunni Koh Chang í Thailandi.
Þessar þjóðir eiga sér glæsta sögu en jafnframt farið í gegn um miklar hremmingar sem eðlilega hefur mótað fólkið sem þar býr. Vietnamar hafa í gegn um aldirnar þurft að berjast fyrir tilveru sinni við nágranna sína Kínverja auk þess sem á síðust öld höfðu þeir betur gegn innrásaherjum Frakka og Bandaríkjamanna. Ákaflega stolt þjóð í fallegu landi. Saga Khmerana í Cambodíu nær margar aldir aftur í tímann og það hafa komið tímabil þar sem segja má að Khmerarnir hafi verið stórveldi milli þess sem veldi þeirra hefur hnignað. Margir muna síðan eftir því þegar Rauðu Khmerarnir náðu völdum í landinu á 8. áratug síðustu aldar og tóku af lífi 25 - 30% eigin þjóðar. Segja má að saga þessara þjóða sé blanda af sigrum og hörmungum.
Ferðin hefst í Hanoi, sem er höfuðborg landsins en fyrir utan það að skoða borgina og kynnast sögu hennar þá verður farið út í sveit þar sem m.a. er heilsað upp á bændur. Frá Hanoi verður haldið til Halong Bay. Á Halong flóanum verður siglt um í einstöku umhverfi sem einkennist af þúsundum kalksteinseyja en gist verður á flóanum í tvær nætur. Eftir siglinguna verður haldið aftur til Hanoi og tekið flugið til Hue og dvalið þar í 2 nætur. Frá Hue verður haldið akandi til Hoi An en þar verður stoppað í fjórar nætur. Þá er komið að því að kveðja Vietnam og fljúga yfir til Siem Reap í Cambodiu. Í Siem Reap verður dvalið í 4 nætur áður en siglt og keyrt verðu til borgarinnar Battambang og dvalið þar í 2 nætur áður en ekið verður aftur til Siem Reap þaðan sem flogið er heim tveim dögum síðar. Í þessari ferð verður farið víða og gist á 6 stöðum. Þó svo flestir dagar séu með þéttskipaða dagskrá þá eru líka "frí"dagar inn á milli þar sem hægt er að slappað af eða skoðað og upplifað ýmislegt sem ekki er á formlegri dagskrá.
Eins og fram kemur hér að ofan þá er hægt að framlengja ferðina en þá er farið landleiðina yfir til Thailands og siglt út í paradísareyjuna Koh Chang. Á Koh Chang verður gist á Paradise Resort & Spa sem er staðsett í einstaklega fallegu umhverfi á Klong Phrao ströndinni.
Allar upplýsingar um ferðina veitir Margeir Ingólfsson en hann hefur mikla reynslu af ferðum um Asíu.
Dagur 1, 6. apríl: Keflavík – Hanoi
Lagt af stað frá Keflavík til Hanoi.
Dagur 2, 7. apríl: Hanoi (-/-/-)
Komið til Hanoi. Við komuna til Hanoi tekur enskumælandi fararstjóri á móti ykkur og fylgir okkur á hótelið, en þangað er ca. 45 mín akstur. Það sem eftir er dags á eigin vegum.
Gisting, til dæmis á Hotel De Souriant. https://hoteldesouriant.com
Dagur 3, 8. apríl: Hanoi. Skoðunarferð um Hanoi (M/H/-)
Þið leggið af stað í skoðunnarferð um borgina kl 8:30. ekið verður fram hjá hinu sögufræga Ba Dinh torgi þar sem Ho Chi Minh lýsti yfir sjálfstæði Vietnam 1945. Bílstjórinn hleypir ykkur út við Lenin Garðinn og þaðan verður gengið um nágrennið. Þar eins og víða í landinu má sjá fólk vinna við gamalt handverk en á sumum stöðum sem þið heimsækið er eins og tíminn hafi staðnað, jafnvel fyrir einhverjum öldum. Þið heimsækið hof bókmenntanna og kynnist hversu mikilvæg saga lands og þjóðar er íbúunum.
Síðan verður litið við í "þjóðminjasafninu" en það er bæði safn og rannsóknarset um hin mörgu og mismunandi þjóðarbrot sem byggt hafa upp Vietnam.
Hádegisverður á "local" veitingastað. Eftir mat verður gengið um gamla hluta Hanoi en bara að fylgjast með iðandi mannlífinu þar er upplifun. Enn og aftur er eins og við höfum stigið einhver skref aftur í tímann. Til að koma okkur aðeins út úr skarkalanum þá er ætlunin að heimsækja Thuong Tra te hús sem er staðsett í gamalli byggingu en þar fræðist þið mþ.a. um tedrykkju heimamanna og bragðið á teinu hjá þeim. Síðan verður gengið meðfram Hoan Kiem vatninu eins og fjölmargir heimamenn munu gera á sama tíma. Dagurinn endar á brúðusýningu, "Water Puppe show" en þetta er gamalt Norður Vietnamskt listform sem þeir nota m.a. til þess að segja sínar "Íslendingasögur", þ.e. sögur þjóðar sinnar.
Gisting, til dæmis á Hotel De Souriant. https://hoteldesouriant.com
Dagur 4, 9. apríl: Hanoi – Ninh Binh - Hanoi (M/H/-)
Þennan morgunn leggjum við að stað frá hótelinu okkar kl 8:30 og við tekur 2,5 klst akstur um landbúnaðarhéruð Norður Vietnam til Ninh Binh svæðisins. Ninh Binh er af mörgum talið eitt fallegasta hérað landsins en það hefur m.a. upp á að bjóða einstaka náttúrufegurð ásamt einstökum hofum. Einkennandi fyrir svæðið eru fallegir hrísgrjónaakrar og tignalegir kalksteins klettar en svæðið er oft kallað "hið þura Halong Bay".
Við komuna til Ninh Binh munum við byrja á reiðhjólatúr um akra og þorp en ef einhver treystir sér ekki á reiðhjóli þá er hægt að slaka á með heimamönnum meðan samferðafólkið er að hjóla. Við munum fyrst hjóla um Tho Ha þorpið ásamt nærliggjandi þorpum en þetta er góður ferðamáti þegar ætlunin er að upplifa lífið og tilveru heimamanna á hljóðlegan og notarlegan hátt. Það er mjög sérstök tilfinning að líða um á reiðhjóli milli hrísgrjóna akranna, og fylgjast með heimamönnum við þeirra daglegu störf. Þegar komið er til baka á hjólunum þá ætlum við að kynna okkur betur vinnubrögðin á hrísgrjóna ökrunum og jafnvel spreyta sig við sáningu.
Þá er komið að stuttu mareiðslunámskeiði í Vietnamskri matargerð en við munum útbúa hádegismatinn okkar sjálf, reyndar með góðri hjálp heimamanna.
Eftir hádegismat förum við í siglingu að fallegum helli. Við göngum síðan upp að hellinum en það eru einstakar dropasteins myndanir í lofti hellisins. Í botni hellisins eru stöðuvatn og munum við fara í siglingu um vatnið. Eftir að við komum úr hellinum verður siglt til baka þangað sem rútan bíður okkar og ökum til baka til Hanoi.
Gisting, Hotel De Souriant. https://hoteldesouriant.com
Dagur 5, 10. apríl: Hanoi (M/-/-)
Frídagur í Hanoi. Við gistum í gamla bænum en hann er heimur út af fyrir sig sem spennandi er að kynnast. Umferðin, mannlífið, byggingarnar, farartækin, train street, maturinn .............
Gisting, Hotel De Souriant. https://hoteldesouriant.com
Dagur 6, 11. apríl: Hanoi - Halong flóinn (M/H/K)
Hið dulmagnaða landslag í Halong Bay með þúsundum kalksteinseyja, er einstakt á heimsvísu og er í huga margra tákn fyrir landið og þeirrar dulúðar sem mörgum finnst hvíla yfir því. Þetta er eitt af þeim svæðum sem allir sem koma til Vietnam verða að heimsækja og besta leiðin til þess er að fara í siglingu um flóann og gista um borði í bát, en sólarlagið og sólarupprásin er einstök í Halong flóanum. Eftir morgunverð leggjum við af stað til Halong en ferðin þangað tekur þrjár og hálfa klst með 20 mín stoppi á leiðinni.
Við komum á bryggjuna í Halong borg um miðjan dag og „tékkum okkur inn” í bátinn sem við munum sigla með. Eftir að við leggjum frá bryggju og siglum í áttina að flóanum verður framreiddur hádegisverður. Það er ævintýraleg upplifun að sigla um í Halong flóanum milli þessara óteljandi kalksteinseyja og það er ekki tilviljun að þetta svæði er á Heimsminjaskrá UNESCO. Í lok dags verður varpað ankerum fyrir nóttina og kvöldverður framreiddur.
Dagskráin eftir að við komum um borð er eftirfarndi:
12:00-12:15: Arrive on Tuan Chau Island and check in at Paradise Suites Hotel. Transfer to Paradise Sails cruise by electric cart.
12:30: You will be given a short briefing about your cruise itinerary and safety regulations while enjoying your welcome drink aboard the Paradise Sails.
13:00-14:30: Time to enjoy your lunch at the Restaurant while Paradise Sails passes by the beautiful islets of Halong Bay.
14:30-15:30: Visit Titov Island – the island is named after the Russian cosmonaut Gherman Stepanovich Titov. You can either choose to hike the mountain to get an overview of Halong Bay or take a swim by the beach.
15:45-16:45: Visit Luon Cave - a fascinating natural wonder located in the heart of Halong Bay. You will have the chance to travel undеr thе limеstоnе mоuntаin and admire at the amazing rock formations and crystal-clear waters via bamboo boat or kayak.
17:15-19:00: At sunset, Paradise Sails will anchor overnight. It is the perfect time to enjoy Happy Hour (buy 1 get 1 free from 17:30 to 18:30) and a cooking class on the notable Vietnamese dish
19:00-21:00: Savor your Western set dinner, which is prepared by our talented chef at restaurant.
21:00-23:00: After dinner, indulge in drinks*, join the squid fishing at the back of the boat.
Gisting, Orchid Trendy Cruise, Deluxe Cabin. http://orchidtrendycruises.com/
Dagur 7, 12. apríl: Halong Bay (M/H/K)
Dagurinn hefst með Tai Chi æfingum á þilfarinu og að þeim loknum fáum við okkur morgunverð á meðan báturinn líður af stað í morgunhúminu. Við heimsækjum einn stærsta og fallegasta hellinn á svæðinu á ferð okkar um flóann. Seinni part dags munum við skella okkar á kayak (þeir sem það vilja) og upplifa kalksteinseyjarnar og þessa einstöku náttúrufegurð, frá nýju sjónarhorni. Eftir að við komum aftur í bátinn munum við njóta matargerðalistar heimamanna auk einstakra ávaxtaskreytinga. Hádegis – og kvöldmatur um borð í bátnum.
Dagskrá dagsins:
06:30: Boost the energy for the new day with a Tai Chi session at Sundeck
07:45: Enjoy a buffet breakfast at the Restaurant.
09:00-09:30: Transfer to Paradise Explorer cruise to immerse yourself in the magnificent excursion in Ha Long Bay.
10:00-11:00: Enjoy splendid scenic views aboard Paradise Explorer when the cruise passes by iconic sites of Ha Long Bay such as Ho Dong Tien cave, Trong cave, Trinh Nu cave, Hang Dau islet, Hang Than islet, etc.
11:00-12:00: Visit Tien Ong Cave - a magnificent cave with landscapes and a primitive charm like no other with a system of thousands of years old stalactites and stalagmites. Archelogists have also discovered human bones and artefacts dating back to 10,000 BC - 8,000 BC.
12:30: Savour your delightful lunch when Paradise Explorer anchor at the lagoon Deu cave with beautiful scenery and rare tranquility in Ha Long Bay.
13:30: Visit Cua Van fishing village - the first floating cultural village model for fishers of the sea in Vietnam. Enjoy kayaking* or bamboo boat here.
14:30-15:30: Enjoy afternoon tea onboard Paradise Explorer whilst admiring spectacular scenic views of Ha Long Bay.
15:15-15:30: Back to Paradise Sails cruise and enjoy the incredible voyage with our masterpiece cruise.
17:00: At sunset, Paradise Sails will anchor overnight
17:15-19:00: Experience a cooking class on another renowned Vietnamese dish at Sundeck. It's the perfect time to enjoy Happy Hour (buy 1 get 1 free from 17:30 to 18:30).
19:00: Savour your scrumptious dinner featuring delightful dishes prepared by the talented chef.
20:30-23:00: After dinner, indulge in drinks*, join the squid fishing at the back of the cruise, enjoy fantastic movies in your cabin, and enjoy natural relaxing treatments at Le Parfum Spa*.
Gisting, Orchid Trendy Cruise, Deluxe Cabin
Dagur 8, 13. apríl: Halong Bay - Noi Bai Airport - Hue (M/-/-)
Eftir morgunverð léttir skipið ankerum og fer að dóla sér til lands í Halong. Frá Halong er haldið til baka til Hanoi nánar tiltekið á flugvöllinn og farið í stutt flug til Hue. Hue var forðum höfuðborg landsins en síðustu keisararnir dvöldu í borginni og bera mannvirki borgarinnar þess merki.
Gisting, Moonlight hotel https://www.moonlighthue.com
Dagur 9, 14. apríl: Hue (M/H/-)
Klukkan 8:30 leggjum við af stað í skoðunarferð um gamla bæinn í Hue. Í skoðunarferð okkar um Hue kynnumst við sögu landsins og menningu en margar merkar minjar um keisara fyrri alda er að finna í borginni. Heimamenn hafa gert mikið til að varðveita söguna og hafa t.d. afkomendur gömlu keisarana reynt að halda í siði þeirra og venjur. En það eru ekki bara fornar rústir og mannvirki sem við munum skoða því við komum líka til með að sjá frægustu Austin bifreið landsins sem stendur í Thien Mu hofinu. En það var Buddah munkur úr hofinu sem árið 1963 ók á þessari bifreið niður til Saigon þar sem hann kveikti síðan í sér til að mótmæla Vietnam stríðinu. Myndir af því þar sem hann kveikir í sér fóru um allan heim og urðu fljótlega ákveðin táknmynd stríðsins og er talið að myndirnar hafi aukið mjög þrýsting á Vesturlönd að draga sig út úr stríðinu
Gisting, Moonlight hotel https://www.moonlighthue.com
Dagur 10, 15. apríl: Hue - Hoi An (M/-/-)
Eftir morgunverð verður ekið frá Hue til Hoi An leiðin þarna á milli er mjög falleg en ólík því umhverfi sem við höfum kynnst í norðurhluta landsins. Í Hoi An búa ca 120 þúsund manns en borgin var ein aðal verslunarborg Asíu á 17. og 18 öld. Byggingar og skipulag gamla hluta bæjarins er skemmtileg blanda af erlendum áhrifum og hefðum heimamanna. Við munum kynnast því að byggingarnar og lifnaðarhættir íbúanna hafa ótrúlega lítið breytst síðustu aldirnar. Þarna er því margt að sjá og upplifa.
Gisting, Emerald Hoi An Riverside Resort https://emeraldhoianriverside.com/en/
Dagur 11, 16. apríl : Hoi An (M/H/-)
Þennan morgunn förum við í gönguferð um þessa heilland borg sem segja má að sé með tvö "andlit", þ.e. gamli bærinn með mjóar verslunar götur, þröng sund og gamaldags byggingar annars vegar og hins vegar strandsvæðið með nútímalegum háhýsum. Hoi An leggur mikla áherslu á að viðhalda minningunni um hinn mikla verslunarstað í austrinu og er það m.a. gert með handverks- og listaverslunum í anda hins liðna. Þrátt fyrir styrjaldir og aðrar hörmungar virðist fátt hafa breytst í miðbænum síðustu aldirnar. Í miðbænum getum við t.d. heimsótt aldargamalt kaupmannshús, 400 ára gamla Japanska brú sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar, litskrúðuga markaði ofl. Eftir gönguferð um gamla miðbæinn förum við í stutta ökuferð, ca 15 mín til Duy Hai fiskiþorpsins. Þar er litið við á fiskimarkaði og heimsækjum fjölskyldu fyrirtæki sem framleiðir fiskisósu en fiskisósur eru mikið notaðar við matargerð í Asíu. Þar fræðumst við m.a. um Vietnamska matargerð og þau krydd sem heimamenn nota við sína matargerð. Við förum síðan í stutta siglingu á "The mother river" eins og heimamenn kalla ána, þar sem við kynnumst lífinu á svæðinu og siglum m.a. fram hjá rækju- og andabúgarði. Síðasta hluta leiðarinnar aftur til Hoi An ferðumst við á reiðhjóli en það er besta aðferðin til þess að ferðast um þorp og sveitir og um leið fræðast um lifnaðarhætti heimamanna. Ef reiðhjól hentar ekki einhverjum þá er hægt að taka bílinn til baka.
Gisting, Emerald Hoi An Riverside Resort https://emeraldhoianriverside.com/en/
Dagar 12, 17. apríl: Hoi An (M/-/-)
Dagagurinn á eigin vegum. Hoi An er góður staður til afslöppunar hvort sem slappað er af við sundlaugarbakkann, farið á ströndina, gengið um gamla bæinn eða bara .....
Gisting, Emerald Hoi An Riverside Resort https://emeraldhoianriverside.com/en/
Dagar 13, 18. apríl: Hoi An (M/-/-)
Dagurinn á eigin vegum.
Gisting, Emerald Hoi An Riverside Resort https://emeraldhoianriverside.com/en/
Dagur 14, 19. apríl: Hoi An - Siem Reap (M/-/-)
Þá er komið að því að kveðja Vietnam og fljúga til Cambodiu. við keyrum frá hótelinu okkar í Hoi Am yfir á flugvöllinn við borgina Danang en þangað er ca 40 mín akstur. Frá Danang verður flogið til Siem Reap í Cambodiu.
Gisting, Steung Siem Reap Hotel https://www.steungsiemreaphotel.com/
Dagur 15, 20. apríl: Siem Reap (M/H/-)
Í dag ætlum við að skoða stórkostlegar fornminjar sem eru rétt fyrir utan borgina. Þekktast er sennilega Angor Wat hofið sem var byggt á 12. öld þegar Khmer veldið var hvað öflugast. Hofsvæðið er reyndar risastór eða 163 hektarar og sjálft hofið er stærsta trúarlega bygging heims, en t.d. eru veggirnir utan um hofið 3,6 km að lengd. Á Angor svæðinu eru mörg hof og margar minjar en svæðið hvarf að miklu leyti í gróður og var lítt þekkt umheiminum um aldir. Hreinsað hefur verið frá mörgum að þessum minjum sem sumar hafa fengið að halda sér eins og t.d Bayon Temple sem er þekkt úr Tomb Raider. Eins og fram kemur hér að neðan munum við heimsækja m.a. Ta Prohm hofið og ýmsa staði í Angor Thom svæðinu. Á einum degi náum við rétt að skoða hluta svæðisins en svæðið er það stórt og margt að sjá að sumir taka 3-5 daga í að skoða þetta. Þau sem vilja skoða svæðið betur geta t.d. notað frídagana til þess.
Gisting, Steung Siem Reap Hotel https://www.steungsiemreaphotel.com/
Dagur 16, 21. apríl: Siem Reap (M/-/K)
Slökun framan af degi eða til kl 17 en þá verðum við sótt og farið með okkur á vespum í matar- og drykkjarsmökkunar ferð um borgina. Það er bæði hefðbundinn og óhefðbundinn matur sem okkur gefst tækifæri á að smakka en fyrir utan matinn þá er vespuferð um borgina ein af ógleymanlegum upplifunum í þessari ferð.
Gisting, Steung Siem Reap Hotel https://www.steungsiemreaphotel.com/
Dagur 17, 22. apríl: Siem Reap (M/-/-)
Þá er það dagur á eigin vegum. Nú er það okkar að ákveða hvort við viljum slaka á við sundlaugina, skoða borgina eða jafnvel Angor svæðið betur. Nú er það okkar að velja.
Gisting, Steung Siem Reap Hotel https://www.steungsiemreaphotel.com/
Dagur 18, 23. apríl: Siem Reap - Battambang (M/H/-)
Þetta verður örugglega einn af þessum dögum sem mun koma upp í hugann þegar við rifjum upp ferðina en þannan dag ætlum við að sigla frá Siem Reap til borgarinnar Battambang. Reyndar náum við ekki að sigla alla leið þar sem það er þurrkatími og áin sem við siglum eftir hefur þornað að hluta en þá munu bíða eftir okkur jeppar sem flytja okkur síðasta hluta leiðarinnar til Battambang. Tökum daginn snemma og eftir morgunverð verður okkur ekið að bryggjunni þar sem siglingin hefst. Við byrjum á því að sigla eftir Tonlé Sap vatninu sem er stærsta ferskvatns stöðuvatn Suðaustur Asíu. Fyrsti hluti leiðarinnar er á stöðuvatninu en síðan tekur við sigling á ám og síkjum þar sem við munum upplifa fjölbreytilegt mannlíf bæði á ánum og við þær. Íbúarnir á svæðinu búa ýmist í bátum, fljótandi húsum eða í húsum sem eru á stöplum til þess að þau fari ekki á kaf á regntímanum. Annars er erfitt að lýsa siglingunni með orðum, þetta er upplifun. Megnið af leiðinni sem við förum síðan akandi með jeppum er hluta ársins undir vatni og er því um að ræða slóða en ekki eiginlega vegi, sem sagt ólíkt öllu öðru sem við upplifum í ferðinni.
Gisting, Classy Hotel Battambang https://classyhotelspa.com/
Dagur 19, 24. apríl: Battambang (M/-/-)
Dagurinn á eigin vegum. Um miðjan daginn ætlar fararstjórinn að finna sér tuk tuk til að keyra sig að Phnom Sampow en þar eru hellarnir Killing Cave og Bat Cave. Það er sérstök upplifun að vera við sólarlag við Bat Cave en þá streyma milljónir leðurblaka út úr hellinum til að fara á veiðar. Fjöldinn er það mikill að það tekur rúman hálftíma fyrir allar leðurblökurnar að komast út úr hellinum en þær skila sér síðan heim fyrir birtingu. Endilega skella sér með þau sem hafa áhuga.
Gisting, Classy Hotel Battambang https://classyhotelspa.com/
Dagur 20, 25. apríl: Battambang - Siem Reap (M/-/-)
Eftir morgunverð verður ekið til baka til Siem Reap.
Gisting, Steung Siem Reap Hotel https://www.steungsiemreaphotel.com/
Dagur 21, 26. apríl: Siem Reap (M/-/-)
Dagurinn á eigin vegum. Nú er tækifærið til að skoða og upplifa það sem ekki hefur gefist tími til fram að þessu eða bara njóta sólarinnar og gera ekki neitt.
Gisting, Steung Siem Reap Hotel https://www.steungsiemreaphotel.com/
Dagur 22, 27. apríl: Siem Reap (M/-/-)
Um miðjan dag verður ekið út á flugvöll, farið í loftið kl 20:35 og flogið til Saigon/Ho Chi Minh en þar er áætluð lending kl 22:05. Frá Saigon verður haldið kl 23:50 til Dubai og er áætluð lending þar kl 04:05.
Dagur 23, 28. apríl: Komið til Keflavíkur
Haldið frá Dubai kl 07:30 til Oslo og lent þar kl 12:35. Frá Oslo verður síðan haldið kl 13:50 en áætluð lending í Keflavík er kl 14:45.
Fyrir þau sem velja að enda á slökun í Thailandi þá er dagskráin eftirfandi:
Farið verður beint frá borginni Battambang landleiðina yfir til Thailands. Síðustu tveim nóttunum í Siem Reap er því sleppt og dvalið í 6 nætur á paradísareyjunni Koh Chang áður en haldið verður heim.
Dagur 20, 25. apríl: Battambang Cambodiu - Koh Chang Thailandi
Eftir morgunverð verður ekið að landamærunum að Thailandi. Þar göngum við yfir landamærin þar sem annar bíll bíður okkar og ekur að ferjunni yfir til Koh Chang. Við tökum ferjuna en siglingin tekur ca 30 mín.
Gisting, Paradise Resort & Spa https://www.kohchangparadise.com/
Dagur 21 - 25, 26. - 30. apríl: Koh Chang
Þessa 5 daga verðum við í slökun á Koh Chang en eyjan er frábær staður til afslöppunnar. Við gistum á Klong Phrao ströndinni sem er rómuð fyrir fegurð og rólegheit. Á Koh Chang er fjöldi veitingastaða og ýmislegt í boði þegar það kemur að afþreyingu.
Gisting, Paradise Resort & Spa https://www.kohchangparadise.com/
Dagur 26, 1. maí: KOh Chang - Bangkok
Um hádegi verður lagt af stað til Bangkok, en eftir að siglt hefur verið til meginlandsins þá tekur við ca 4 klst akstur á alþjóðaflugvöllinn í Bangkok.
Dagur 27, 2. maí: Bangkok - Keflavík
Farið í loftið frá Bangkok kl 02:25 og lent í Dubai kl 06:00. Frá Dubai verður síðan haldið kl 07:30 til Osló en áætluð lending þar er kl 12:35. Eftir stutt stopp í Osló verður haldið áfram til Keflavíkur og er áætluð lending þar kl 14:45.
Frekari upplýsingar og bókanir eru í síma 8938808 og/eða mi@ferdin.is
M=morgunverður, H=hádegisverður, K=kvöldverður
Verð kr 888.000- pr mann í tveggja manna herbergi. Í eins manns herbergi kr 998.000-. Framlenging í Thailandi kr 105.000- pr mann
Einungis 18 sæti í boði
Verð miðast við gengi 01.08.2024.
ATH lágmarks fjöldi þátttakenda 10 manns svo ferðin verði farin
Innifalið í verði:
* Millilandaflug, Keflavík – Hanoi, Siem Reap - Keflavík
* Millilandaflug, Danang - Siem Reap
* Innanlandaflug, Hanoi - Hue
* Þjórfé fyrir "local" fararstjóra og bílstjóra.
* Akstur til og frá flugvöllum.
* Gisting í 4 nætur með morgunverði á Hotel De Souriant í Hanoi.
* Gisting í 6 nætur með morgunverði Steung Siem Reap Hotel.
* Gisting í 4 nætur með morgunverði á Emerald Hoi An Riverside Resort í Hoi An.
* Gisting í 2 nætur með morgunverði á Moonlight hotel í Hue
* Sigling og gisting í 2 nætur ásamt morgunverði með Paradise Sails á Halong Bay, sjá ferðalýsingu.
* Gisting í 2 nætur ásamt morgunverði Classy Hotel Battambang.
* Fullt fæði í 2 daga.
* Hálft fæði 7 daga.
* Skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu.
* Aðgangseyrir að þeim stöðum sem heimsóttir eru samkvæmt ferðalýsingu.
* Íslensk fararstjórn.
* Enskumælandi fararstjórn.
Ekki innifalið í verði:
* Forfalla- ferða- og slysatryggingar.
* Drykkir.
* Ferðir sem eru í boði á „frídögum“.
* Þjórfé fyrir leiðsögumenn og bílstjóra.
* Vegabréfsáritanir til Vietnam og Cambodiu.
* Öll persónuleg útgjöld sem ekki er getið um í ferðalýsingu.
Margeir Ingólfsson
mi@ferdin.is / 893 8808
Ath. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.