Ævintýraferðin til Thailands

Thailand hefur uppá ótrúlega margt að bjóða fyrir okkur Íslendinga, þar er sól og hiti allt árið, auk þess sem verðlag er mjög hagstætt miðað við Evrópu. Gestir okkar sem farið hafa í ferðirnar eru sammála um að annan eins lúxus hafi þeir ekki reynt áður, á eins hagstæðu verði og í Thailandi.
Við erum brautryðjendur í ferðum fyrir Íslendinga í áætlunarflugi þar sem það þarf eingöngu 2 þátttakendur til að skiplögð ferð verði farin eins og þessi hér að neðan.

Þessi ferð inniheldur allt sem maður getur óskað sér, kynnast lífi Thailendinga, kanna trópískan regnskóg, kynnast stærsta dýri álfunnar, Asíu fílnum og síðan afslöppun á einstakri strönd á frábæru hóteli.
Stefna okkar er að bjóða Íslendingum uppá ferðir til fjarlægra staða sem eru í boði alla daga allt árið. Thailand hefur uppá ótrúlega margt að bjóða fyrir okkur Íslendinga. Þar er sól og hiti allt árið og verðlagið er mjög hagstætt miðað við Evrópu.

Dagur 1: Koma til Bangkok
Brottför frá Keflavík með einni millilendingu til Bangkok. Þið fljúgið héðan að morgni til einhvers evrópulands og þaðan í beinu flugi áfram til Bangkok. Flugtími frá Evrópu til Thailands er fra 10 - 12 tímum, en þar sem flogið er í mjög stórum flugvélum fer vel um mann á leiðinni og allar veitingar eru fríar. Við bókum flugið þannig að þú innritar töskur í Keflavík og þarft ekki að hafa áhyggur af þeim því þær fara alla leið til Thailands.
Gisting: Flugvél (K, M)

Dagur 2: Bangkok
Eftir að þið hafið sótt töskurnar ykkar farið þið fram í forsalinn þar sem leiðsögumaður okkar tekur á móti ykkur og heldur hann á skilti með nafni ykkar. (Ath. Þeir nota eftirnöfnin og ekki með Íslenskum sérstöfum). Það tekur síðan ca. 45 mín að keyra ykkur til Hótels í Bangkok Grand China.
Restin af deginum á eigin vegum (Skoða China Town fram á kvöld)
Gisting: Grand China (M)

Dagur 3: Bangkok
Á eigin vegum.
Bangkok er ein af þeim borgum sem flest allir hafa einhverja skoðun á. Margir elska þessa stórkostlegu heimsborg sem er full af iðandi mannlífi og mikilli og stöðugri umferð.  Hitinn og ilmurinn frá götueldhúsunum  blandast mikilli litadýrð og fjölbreyttum hljóðum sem stórkostlegt er að upplifa. Síðan  eru aðrir sem vilja fara eins fljótt og hægt er frá hávaða, mengun og umferð borgarinnar. Maður getur fundið allt í Bangkok – allt er hægt að kaupa eða útvega, hingað kemur fólk frá öllum heimshornum og á öllum aldri. Í Bangkok er hægt að finna allt frá flottustu lúxus vörum yfir í ódýrasta glingur og allt þar á milli.  Þetta er borgin sem aldrei sefur.
Hér er einnig fullt af áhugaverðum stöðum og dvölin hér mun hjálpa ykkur að skilja menningu og sögu Thailands. Upplifunin af borginni er þó oft háð því hvernig maður skipuleggur sig. Eins og flestar stórborgir þá er ekki alltaf auðvelt að rata um í Bangkok og svæðið sem þið dveljið á skiptir miklu máli í sambandi við upplifun borgarinnar. Þess vegna höfum við valið að kynna fyrir ykkur helstu upplýsingar um Bangkok, sem verður vonandi til þess að þú verðir einn af þeim mörgu ferðamönnum sem fellur algjörlega fyrir þessari stórkostlegu stórborg
Gisting: Grand China (M)

 

Kort yfir Ævintýraferðina til Thailands
Bangkok

Dagur 4: Bangkok – Baan Kang Tung
Eftir morgunverð, kemur leiðsögumaður okkar og sækir ykkur til að fara með ykkur til Mae Klong sem er ca. klukkutíma keyrsla frá Bangkok. Þið heimsækið járnbrauta markaðinn, sem selur trópíska ávexti, grænmeti og sjávarfang. Þessi einstaki markaður er meðfram og á  járnbrautarteinum. En þegar lestin kemur er einstakt að sjá hvernig járnbrautateinarnir koma í ljós í gegnum markaðinn, en sölutjöld og vörur hverfa á auga bragði svo lestin komist í gegn.
Héðan er síðan haldið í stutta ökuferð að hinum fræga fljótandi markaði Tha Kha eða Damnoen Saduak, það getur verið breytilegt eftir hvaða vikudagur um er að ræða. Þaðan er haldið áfram til Kanchanaburi, eftir stutt stopp til að taka myndir af hinni frægu brú yfir Kwai fljótið heldur ferðin áfarm til Baan Klang Tung Organic Home-stay. Gestgjafar ykkar taka á móti ykkur með hressingu og blómum. Eftir hádegisverð verður ykkur vísað á herbergi ykkar og síðan takið þið þátt í og lærið að gera blómakransa en þeir eru notaðir við trúariðkanir. Síðan hjálpið til við undirbúning kvöldmáltíðar og njótið ykkar eigin Thai matargerðar.
Gisting: Baan Klang Tung Organic Home-stay.  (M – H – K)
(Sér herbergi með loftkælingu, dýnur á gólfinu en eigið baðherbergi með sturtu og WC)

Dagur 5: Baan Klang Tung
Ef þið eruð árrisul getið þið tekið þátt í að gefa Buddha munkum mat sem þeir taka með sér í sérstökum skálum sem þeir ganga á milli húsa með og um leið blessa þeir gefendurna svo þessi athöfn  er mikilvæg fyrir íbúana. Síðan er boðið uppá thailenskan morgunverð.
Næst á dagskrá þá farið þið með  E-Tan  (en það er Thailensk útgáfa af dráttarvél sem notuð er í Thailenskum landbúnaði.) til þorpsins Ban Nong Khao, þar sem þið fylgist með og kynnist daglegum lifnaðarháttum í sveitaþorpi. Síðan er haldið til baka þangað sem þið gistið fyrir hádegisverð.  Eftir matinn er önnur kennslustund í að vefa úr pálmablöðum, en eftir það er dagurinn frjáls. Þá er upplagt að hoppa á reiðhjól og fara í könnunarleiðangur um nágrennið eða bara slappa af í garðinum með góða bók.  Síðan er líka hægt að taka til hendinni og aðstoða gestgjafa ykkar við að ná í grænmeti fyrir kvöldverðinn og hjálpa til við eldamennskuna. Síðan er kvöldverður og gisting í “heima gistingu”.
Gisting:  Baan Klang Tung Organic Home-stay. (M – H – K)

River Kwai - Dauðalestin
Bangkok Tuk Tuk

Dagur 6:  Baan Kang Tung – Bangkok
Morgunverður hjá gestgjöfum síðan koma bílstjóri og leiðsögumaður til að sækja ykkur. Hér hafið þið tvo valkosti til að verja deginum áður en haldið er af stað á hótel ykkar í Bangkok.

Val 1: Ganga meðfram lestarteinum „Dauða Lestarinnar og lestarferð.
Farið með bíl að skoða Hellfire Pass Memorial, sem er tileinkað stríðsföngum bandamanna og verkafólk frá Asíu sem var í fangabúðum þarna undir annarri heimstyrjöldinni. En japanskar hersveitir voru að berjast við Breta í Burma mitt ár 1942 en takmark þeirra var að komast að Indlandi. Til að geta verið með hernað í Burma vantaði þeim örugga leið til að sjá hernum fyrir nauðsynjum svo þeir ákváðu að reisa 415 km. járnbrautar línu milli Singapore og Rangoon. Leiðin lá gegnum frumskóginn og fjöllin frá Ban Pong í Thailandi til Thanbyuxayat í Burma. En 60.000 fangar bandamanna unnu við verkið og 20% af þeim létust og um 70-90.000 asískir verkamenn hafa líka látið lífið við byggingu þessarar járnbrautar línu. Ástæðan fyrir því að svo margir létust var lélegur aðbúnaður, matur, skortur á lyfjum einnig harðræði sem þeir urðu fyrir af verkstjórum og illri meðferð á föngum. Eftir að hafa skoðað safnið er farið í göngu ca. 90 mín. eftir teinunum til Hin Tok, síðan er haldið áfram í bíl til Nam Tok fyrir hádegisverð. Síðan er stigið um boð í „Dauða Lestina“ fyrir klukkutíma ferð Alight – Tha Kilen og síðan er haldið af stað til Bangkok með bíl, áætluð koma til Bangkok er milli kl. 17:00 – 18:30 þar sem lestinni getur seinkað.

Val 2: Ferð í Erawan Þjóðgarðinn.
Með hinum stórkostlegu 7 þrepa fossum, er Erawan þjóðgarðurinn ein af vinnsælustu náttúruperlum landsins. Þjóðgarðurinn er í 65 km. fjarlægð norð-vestur af Kanchanaburi bænum. Erawan þjóðgarðurinn er 550 ferkílómetrar að stærð og liggur við landamæri Burma. Aðal aðdráttar afl þjóðgarðsins eru fossarnir sem eru þeir fallegustu í landinu þar sem foss botnarnir eða hylirnir í þrepunum eru ákjósanlegir staðir til að taka sér sundsprett svo munið eftir sundfötum. Þjóðtrúin segir að þessi 7 þrep eru tengd þriggja höfða fíl frá Hindúa trúnni. Athugið að þetta er langur göngutúr sérstaklega fyrir þá sem ætla uppá toppinn og steinar geta verið hálir. Eftir einfaldan Thai hádegisverð í kaffiteríu þjóðgarðsins er ca. 3 – 4 tíma keyrsla til hótelsins í Bangkok.
Gisting: Grand China (M – H)
(Athugið varðandi valið þá verður að velja það við pöntun á ferðinni)

Dagur 7: Bangkok
Á eigin vegum
Gisting: Grand China (M)

Dagur 8: Bangkok  – Koh Samui
Þið verðið að vakna snemma því brottför frá hótelinu er ca. Kl. 05:00 Keyrsla frá hóteli í Bangkok til Lomprayah Office (Khao Sarn Road), VIP-rúta frá Khao Sarn Road til Chumporn, Hraðferja með stoppi á Koh Tao og Koh Pangan til Koh Samui. Keyrsla frá höfn á Koh Samui til hótels er ekki innifalið en það kostar milli 200-400 THB.
– Þið verðið sett af við Lomprayas skrifstofuna (VIP rúta/katamaran) sem er á Kho Sarn Road.
– Þið skiptið voucher frá okkur og fáið lítið hefti með miðum sem gilda til áfangastaðana.
– Þið gangið 30 metra niður götuna þar sem rútan er.
– Þið fáið klístur merki sem þið setjið á ykkur og sýnið miðann úr heftinu.
Rútan er ok og það verður sýnd mynd á ferðalaginu, Ferjan er líka fín og þar er einnig bíó á leiðinni. Sætin í rútunni og ferjunni eru mjög góð. Brottför frá Khao San Road kl. 06:00 Koma til Koh Samui kl. 16:40 Keyrsla á hótel.
Athugið að gott er að vera búinn að nesta sig eitthvað upp fyrir þetta ferðalag.
Gisting: Banana Fan Sea (M)

Á leið til Koh Samui
Banana Fan Sea - Koh Samui

Dagur 9:  Koh Samui
Á eigin vegum. Það er fátt sem kemst í líkingu við eyjuna Koh Samui hvað varðar frábærar strendur, fjöll, frumskógar og fossar. Í mörg ár voru nær eingöngu bakpokaferðalangar sem heimsóttu þessa fallegu eyju, en þegar samgöngur til eyjunnar urðu tíðari með tilkomu lítils og töfrandi flugvallar fór ferðabransinn að blómstra. Efnaðri ferðamenn fóru að streyma til eyjunnar og féllu fyrir fegurð hennar, þess vegna varð þörf fyrir hótel með alþjóðlegum staðli. Það hefur þó ekki breytt því að hið rólega andrúmsloft, mun alltaf vera einkenni Koh Samui.
Gisting: Banana Fan Sea. (M)

Dagur 10:  Koh Samui
Á eigin vegum.
Gisting: Banana Fan Sea. (M)

Dagur 11: Koh Samui – Khao Sok
Sótt á hótelið kl. 05:45 – 06:00 keyrð niður að höfn fyrir siglingu og síðan keyrsla norður til Phang Nga og Khao Sok þjóðgarðinn. Þið komið til með að kynnast fílum og fylgist með daglegu starfi fílahirða hjálpið við að fóðra dýrin. Þið fáið leyfi til að dekra við dýrin með því að bursta og þvo þau, síðan plantið þið jurtum sem notað er sem fóður fyrir dýrin síðar meir. Þið snæðið síðan hádegisverð við Klong Sok fljótið, þar sem kanóar liggja og bíða eftir ykkur fyrir siglinguna niður fljótið. Á þessari siglingu er bara að njóta meðan bátarnir líða niður fljótið í gegnum frumskóginn. Hér er náttúran og dýralífið í fókus. Seint um daginn komið þið að einum af fallegustu stöðum í þjóðgarðinum, kletta veggur sem rís 200 m. lárétt upp og undir rennur fljótið og í þessu gróskumikla umhverfi liggja búðirnar. Þið munið gista í 12 fermetra safarí tjöldum sem eru Afríkönsk lúksus tjöld. Tjöldin eru með einka baði og WC og þið munið sofa í rúmum, það er rafmagn, dyr og gluggar á tjöldunum. En það er líka mýflugna net svo þið getið sofið róleg um nóttina.
Um kvöldið er hægt að taka það rólega og fá sér drykk á Jungle Explorer Club Bar.
Gisting: Camp (M, H, K)

Dagur 12: Khao Sok
Þið vaknið við frumskógarhljóðin, apar og fuglar láta í sér heyra. En eftir morgunverðinn er tími til að skoða svæðið á bát. Þetta fallega vatn sem ennþá hefur ekki verið heimsótt af mörgum ferðamönnum er umlukið fjöllum og gróskumiklum hitabeltis frumskógi og er líkt við Halong Bay í Víetnam. Á meðan á siglingunni stendur er möguleiki fyrir sundsprett ef veður leyfir. Um hádegið er matarpakkinn tekinn fram og snæddur áður en þið haldið til baka til tjaldbúðanna, og snæðið kvöldverð.
Gisting: Camp (M, H, K)

Kaoh Sok þjóðgarður - Gisting
Banana Fan Sea - Koh Samui - Rómatík
Banana Fan Sea - Koh Samui - Rómatík

Dagur 13: Khao Sok  – Koh Samui
Eftir morgunverð er tími til að fara að ransaka frumskóginn fótgangandi. Litlir skógarstígar eru þræddir með leiðsögumönnum ykkar og þar fræðist þið um plöntur og dýralífið í frumskóginum. Eftir hádegisverð er því miður tími til að kveðja regnskóginn og ykkur verður keyrt í ferjuna til Koh Samui.
Gisting: Banana Fan Sea (M-H)

Dagur 14 - 17: Koh Samui
Á eigin vegum.
Gisting: Banana Fan Sea. (M)

Dagur 18: Koh Samui – Bangkok - Keflavík?
Þið verðið sótt á hótelið og keyrt með ykkur í ferjuna og síðan er það rúta til Bangkok. Það er ekki pöntuð keyrsla frá endastöð rútu á Khao Sarn Road en ekkert mál að taka leigubíll á hótelið.
Athugið að gott er að vera búinn að nesta sig eitthvað upp fyrir þetta ferðalag.
Athugið hægt er að taka flug til Bangkok en það mun kosta ca. 15.000,- aukalega.
Gisting: Grand China hotel. (M)

Dagur 19: Koh Samui – Keflavík
Þið verðið sótt hótelið og keyrð á flugvöllinn fyrir brottför. Brottfaratímar geta verið mismunandi eftir því hvaða flugfélag er flogið með.

Verð frá 275.000,-

Lámarks þátttaka: 2

Innifaldið í verði:
* Akstur frá flugvelli í Bangkok á hótel.
* Öll gisting í leiðarlýsingu með morgunverði.
* Ferðir í leiðarlýsingu.
* Máltíðir í leiðarlýsingu.
* Enskumælandi Thailenskur leiðsögumaður og bílstjóri.

Ekki innifalið:
* Fug frá Keflavík til Bangkok eða Koh Samui (Verð frá 110.000,-)
*Forfalla- ferða- og slysatryggingar.
* Drykkir.
* Þjórfé fyrir leiðsögumenn og bílstjóra.

Athugið að allar okkar pakkaferðir er hægt að lengja og stytta að vild.

Koh Samui

(1) Comment

  1. Svanborg Magnúsdóttir

    Góðan dag, stendur til að fara þessa ferð til Thailands í nóv 2023?

Comments are closed.