Koh Samui
Hægt er að fara hringferð um eyjuna Koh Samui þar sem komið verður við á stöðum eins og Big Bhudda, Hin Ta og Hin Yai steinanna, Nammuang fossinn og Wat Kunram þar sem múmmía munks er til sýnis. Einnig verður hægt að fara í hjólaferð eða fjallahjólaferð um eyjuna. Mikil upplifun er að fara í sjóveiðiferð þar sem hægt er að veiða barakuda, hákarl, túnfisk og allskonar furðufiska eða fara út á bát og snorkla í blágrænum sjónum. Skemmtilegt er að fara á taílensk matreiðslunámskeið og læra að elda massaman, grænan curry og ekta tom yum súpu. Einnig er áhugavert að læra að þekkja kryddjurtirnar, ávextina og grænmetið sem notað er í thailenskri matargerð. Upplagt að fara í dagsferð þar sem siglt er á milli undurfagurra eyja í einum fallegasta paradísar þjóðgarði Thailands. Fyrir þá sem vilja skella sér í golf er tveir góðir golfvellir á eyjunni, á Santiburu Samui Country Club eða Royal Samui Country Club. Þetta er aðeins brot af þeim möguleikum sem mun standa til boða.

Ýtið á myndina til að skoða videó

[lightbox_image size=”small-banner” image_path=”https://www.ferdin.is/wp-content/uploads/2011/12/Samui-strand.jpg” lightbox_content=”http://youtu.be/aD8k8nAaeZQ” group=”Thailand” description=”koh samui, thailand, paradís”]