Bangkok er ein af þeim borgum sem flest allir hafa einhverja skoðun á. Margir elska þessa stórkostlegu heimsborg sem er full af iðandi mannlífi og mikilli og stöðugri umferð. Hitinn og ilmurinn frá götueldhúsunum blandast mikilli litadýrð og fjölbreyttum hljóðum sem stórkostlegt er að upplifa. Síðan eru aðrir sem vilja fara eins fljótt og hægt er frá hávaða, mengun og umferð borgarinnar. Maður getur fundið allt í Bangkok – allt er hægt að kaupa eða útvega, hingað kemur fólk frá öllum heimshornum og á öllum aldri. Í Bangkok er hægt að finna allt frá flottustu lúxus vörum yfir í ódýrasta glingur og allt þar á milli. Þetta er borgin sem aldrei sefur.
Hér er einnig fullt af áhugaverðum stöðum og dvölin hér mun hjálpa ykkur að skilja menningu og sölu Thailands. Upplifunin af borginni er þó oft háð því hvernig maður skipuleggur sig. Eins og flestar stórborgir þá er ekki alltaf auðvelt að rata um í Bangkok og svæðið sem þið dveljið á skiptir miklu máli í sambandi við upplifun borgarinnar. Þess vegna höfum við valið að kynna fyrir ykkur helstu upplýsingar um Bangkok, sem verður vonandi til þess að þú verðir einn af þeim mörgu ferðamönnum sem fellur algjörlega fyrir þessari stórkostlegu stórborg.
Að ferðast um borgina
Þar sem umferðin er eitt af stærstu vandamálum Bangkoks þá er nauðsynlegt að þekkja til hinna ýmsu ferðamöguleika. Umferðin er mjög mikil milli kl: 08.00 – 10.00 á morgnana og frá kl 16.00 – 21.00. En það er ódýrt að ferðast um borgina og oft er hægt að velja á milli fleiri en eins ferðamöguleika til að komast á milli staða.
Leigubílar:
Það er þægilegt að ferðast um borgina með leigubílum. Þeir eru ódýrir og loftkælingar í bílunum gera það að verkum að þeir eru þægilegt athvarf frá hinum mikla hita sem er oft í borginni. Rétt er þó að hafa það í huga að það getur tekið langan tíma að komast á milli staða í leigubílum á mestu annatímunum. Leigubílarnir eru með gjaldmæli en ef bílstjórinn kveikir ekki á mælinum eða vill aka fyrir fast verð, farið þá fram á að hann noti mælinn (taximeter) eða finnið annan bíl. Almennt eru leigubílstjórar hjálpsamir við ferðamenn, en öruggast er að hafa í huga hefðbundnar varúðarreglur þegar ferðast er um Bangkok eins og aðrar stórborgir.
Tuk-Tuk:
Það er mjög litrík upplifun að keyra um götur Bangkoks í Tuk-Tuk. En oft getur það verið dýrara og semja þarf um verðið þar sem hér er enginn gjaldmælir. Þetta er upplifun en ekki eins þægilegt og að vera í loftkældum leigubílum og oft er reynt að svindla á ferðamönnum sem ferðast með Tuk-Tuk. Munið bara að semja fyrirfram um ákv. verð og samþykkið ekki (nema þið sjálf viljið prófa einu sinni svona borgar upplifun) ef ökumaðurinn býður ykkur kostakjör og vill sýna ykkur alla borgina fyrir lítinn pening (oftast fá ökumennirnir greitt fyrir að fara með ferðamenn í ákveðnar skartgripaverslanir og til klæðskera).
Taxabátar (Chao Phraya River Express):
Ef maður býr nálægt Chao Phraya fljótinu getur verið þægilegt að ferðast með “taxa” bátunum. Bátarnir sigla eftir ákv. leiðum og maður hoppar um borð og af aftur á þeim stað sem maður ætlar til alveg eins og í strætó. Þetta er ódýr og þægilegur ferðamáti en nær aðeins yfir ákv. svæði í Bangkok.
Strætó:
Fyrir ferðamenn sem þekkja lítið til í Bangkok getur verið erfitt að ferðast með strætó og hafa yfirsýn yfir ferðirnar. Hér getur einnig verið vandamál að ekki er alveg hægt að reikna með að vagninn komi á réttum tíma vegna umferðar. Þessi ferðamáti er mjög ódýr.
BTS Sky Train:
Þessi ferðamáti er ódýr, fjótlegur og einfaldur. „Sky Train“ fer yfir stóran hluta borgarinnar. Á öllum BTS stöðum getur maður fengið kort yfir leiðirnar og það er góð hugmynd að nota svolítinn tíma í að setja sig inn í kerfið.
MRT (Metro):
„Metro“ kerfið í Bangkok fer einnig yfir stóran hluta borgarinnar og einnig þau svæði sem BTS „Sky Train“ nær ekki til. Þessi ferðamáti er einnig ódýr, öruggur og það er þægilegt að fara á milli með lestinni.
Verslun – “shopping”:
Bangkok er algjör verslunar paradís. Hér eru gríðalega stórar verslunar miðstöðvar, venjulegir stórmarkaðir ásamt mörgum fjölbreytilegum mörkuðum og litlum verslunum við hliðargöturnar. Tísku iðnaðurinn er stór í Thailandi og hér er mikið af sjálfmenntuðum hönnuðum sem hafa áhrif á hvorn annan, kraft borgarinnar og á hin alþjóðlegu tískuhús.
Verslunar miðstöðvar – “Shopping malls”:
Margar verslunar miðstöðum eru nálægt „Sky Train“ stöðunum, sérstaklega við Siam og Chit Loms stöðvarnar.
Markaðir:
Það er mikill fjöldi markaða í Bangkok. En markaðirnir Weekend markaðurinn og Saua Lum Night Basar dekka flest allar kaupþarfir.
Weekendmarkedet (Jatujak):
Markaðurinn sem er yfir öllum öðrum er weekend markaðurinn sem Thailendingar kalla Jatujak markaðinn eða JJ markaðinn. Markaðurinn er aðeins opinn um helgar og er þess verður að heimsækja. Hér er mjög fjölbreytt vöruúrval á góðu verði og skrautlegt mannlíf. Markaðurinn er við endastöð BTS, Mo Chit og við lestarstöðvarnar Kamphaeng Phet og Chatuchak Park.
Suan Lum Night Bazaar:
Þessi markaður er opinn alla daga frá kl 17:00 til miðnættis en hér er aðalega að finna föt, minnjagripi og hluti fyrir heimilið. Til að komast á markaðinn er auðveldast er að taka MTR „Metoinn“ á Lumphini stöðina.
Hverfin í Bangkok:
Hverfin í Bangkok eru með hver með sín sérkenni og þess vegna er gott að hafa undirstöðu þekkingu um borgina til að fá sem mest út úr ferðinni. Hér fyrir neðan er stutt lýsing af mið svæðum borgarinnar.
Sukhumwit:
Sukhumwit er eitt af miðsvæðunum í Bangkok, sem oft er talið til verlsunarsvæða. Það er hér sem erlent verslunarfólk býr og starfar. Upphafið á Sukhumwit breiðstrætinu minnir þó meira á einhvers konar „red light district“ með marga veitingastaði og bari. Hér er einnig að finna lítil þjóðflokka hverfi eins og hið japanska. Aðeins lengra frá Sukhumwit eru íbúðir í dýrari kantinum auk verslana, veitingastaða og næturklúbba sem höfða meira til auðugra íbúa Bangkoks.
Siam:
Siam er svæðið þar sem mikill hluti íbúa Bangkoks hittist í frítímanum. Svæðið er yfirfullt af veitingastðöðum, bíósölum, verslunum og verslunarmiðstöðum. Við Siam Square er mikið af litlum hönnunar verslunum, hárgreiðslustofum og veitingastöðum en verslunarmiðstöðvarnar, Siam Discovery, Siam Center og Siam Paragorn eru við götuna Rama1.
Khao San Road:
Khao San Road og svæðið í kring eru eitt þekktasta svæði í Bangkok. Það er hér sem bakpoka ferðalangar frá öllum heiminum halda til. Hér eru ódýr hótel, veitingastaðir, barir og verslanir/básar ásamt alþjóða- og frjálslegu andrúmslofti. Khao San Road er ótrúlega litríkt svæði sem gaman er að heimsækja.
Silom (Pat Pong):
Silom er þekktast fyrir 2 litlar götur, Pat Pong 1 og Pat Pong 2. Þessar götur eru þekktar og umtalaðar fyrir go-go bari, og á sínum tíma dró svæðið að sér mikinn kynlífsiðnað. Þó svo að Pat Pong sé ennþá tákn „rauða ljóssins“ þá hefur svæðið smán saman orðið að almennum ferðamanna stað, vegna hinna mörgu ferðamanna bása á svæðinu og hinu litríka næturlífi. Silom býður þó einnig uppá Lumphini Park sem er grænt svæði í miðri stórborgarinni ásamt Suan Lum Night Bazar. Þar fyrir utan er Silom verslunarsvæði með tilkomumiklum stórhýsum.
Chinatown (Yaowarat):
Chinatown hefur alla þá eiginleika sem “china town” á að hafa. Hér eru kínverskir veitingastaðir, kínversk hof, margir gullsmiðir, sölumenn sem selja verndargripi, litlar fjölskyldu reknar verslanir, neonljós í öllum litum og síðast en ekki síst afkomendur af öllum þeim þúsundum kínverja sem flutst hafa til Thailands.
Bangkok forni hlutin (Rattanakosin):
Þetta svæði er staðsett með fram Chao Phraya fljótinu aðeins fyrir norðan Chinatown. Hér er að finna tilkomumestu hof borgarinnar ásamt áhugaverðum og sögulegum stöðum. Þekktast er Grand Palace og Wat Phra Kaew, en á þessu svæði er einnig að finna mörg önnur hof eins og Wat Pho og Wat Mahathat.