Það er fátt sem gleður meira en ánægðir viðskiptavinir. Þessa umsögn fengum við eftir síðustu ferð um “Leyndardóma Thailands”.
Í haust fórum við með ferdin.is í góðum hópi til Tælands. Skemmst frá að segja var sú ferð einkar ánægjuleg. Allt skipulag var til fyrirmyndar, ferðin var blanda af upplifun, fróðleik, afslöppun og ánægju. Við fórum víða um landið, sáum menningarminjar og lifandi þjóðlíf. Þessir dagar voru ótrúlega fjölbreyttir. Fararstjórn var til fyrirmyndar, enginn kl. 11-12 hittingur, heldur var fararstjórinn alltaf til staðar. Í framhaldinu fórum við hjón ein til Víetnam, en ferdin.is hafði skipulagt tæplega þriggja vikna ferð þangað fyrir okkur hjón í samvinnu við þarlenda ferðaskrifstofu í samráði við okkur. Sú ferð var frábær og allt stóð eins og lagt var upp með. Það vakti athygli okkar að starfsmenn víetnömsku skrifstofunnar hringdu nokkrum sinnum í okkur til þess að fullvissa sig um að allt væri í góðu gengi. Fyrirmyndar þjónusta.
Kveðja góð, Magnea Jóhannsdóttir og Sölvi Sveinsson