Okkar áhersla “Einn flugmiði alla leið”

I flyÞegar ferðast er frá Íslandi um langan veg, t.d. til Asíu, þá þarf iðulega að nýta sér þjónustu tveggja eða fleiri flugfélaga. Komi upp seinkun á flugi þá geta ferðamenn verið í töluverðum vanda missi þeir af tengiflugi. Við þessar aðstæður getur skipt miklu máli að vera með bókaðan flugmiða alla leið á áfangastað eins og við hjá ferdin.is leggjum áherslu á við okkar viðskiptavini því þá er „séð um farþegana“ og þeim komið á áfangstað. Séu ferðalangar ekki með bókaðan einn miða þá geta þeir lent í töluverðum vandræðum við það að komast á áfangastað verði seinkun á flugi ein og gerðist í Keflavík bæði 25. og 28. Júní. Sé bókað flug með leitarvélum á netinu þá þarf iðulega að kaupa allt að 4 miða til þess að komast á áfangastað og vitum við dæmi þess að ferðamenn hafa lent í verulegum vandræðum vegna þessa.

Við hjá Ferðin.is leggjum mikla áherslu á að ef fólk er að fljúga fleiri en einn ”legg” og þurfi tengiflug að það kaupi miða alla leið. Það getur verið dýrt að spara sér 10-15 þúsund krónur með því að kaupa tvo miða, missa síðan af tengiflugi og þá þurfa að kaupa annan miða frá Evrópu til Asíu á fullu verði.

You may also like...