Singapore, hitabeltisskógar og hitabeltiseyja
14 dagar/13 nætur

[flagallery gid=5 align=center]

Þið byrjið þessa 14 daga ferð á þremur spennandi dögum í Singapore. Hér er mjög fjölbreytt samfélag á eyju sem að heildarflatamáli er 618,1 ferkílómetrarer og hér er eitt af mest nútímalegu samfélögum heims í dag. Háhýsi Singapore líkjast, Manhattan í New York, ef maður horfir á borgina frá sjónum. Leyndardóma austursins finnið þið síðan í litlum hliðargötum hjá hinum ýmsu þjóðflokkum þar sem hinum gömlu hefðum er haldið við.
Þið farið síðan með lest til Kuala Lumpur sem er höfuðborg Malaysiu og kemur borgin alltaf jafn skemmtilega á óvart. 3 dagar í frumskóginum Taman Negaras er einstök upplifun, þar heyrið þið ógrynni af hljóðum sem heimsins elsti regnskógur býður uppá. Apa öskur, fuglaflaut, kvakandi froskar og vítis hávaði frá skordýrum er meðal þessa. Þið endið ferðina á 6 daga fríi með mjúkan sand á milli tánna á lokkandi ströndum Langkawis.

Dagur 1: Koma til Singapore
Þegar þið lendið á Changi, sem er flugvöllur í Singapore, verður tekið á móti ykkur af umboðsmanni okkar. Þið verði keyrð á hótel Riverview sem er nýstansett ferðamannahótel í miðbænum við fljótið, nálægt Chinatown.
Singapore er fjölbreytt samfélag og eitt það nútímalegasta samfélag heims í dag. Í fljótu bragði virðist erfitt að finna leyndardóma austursins hér, en á milli hinna háu skýjakljúfa með bönkum, fjölþjóðafyrirtækjum og verslunarmiðstöðum er hægt að finna leyndardómana í litlum hliðargötum og hverfum eins og arabiska hverfinu, litlu Indiu eða í Chinatown, þar sem haldið er í gamlar hefðir.
Þið getið ferðast bæði með strætó og metró sem eru öflugt kerfi en einngi eru margir leigubílar sem eru ódýrir og allir eru með taxa-mælir svo það er auðvelt að ferðast um ef maður vill nota restina af deginum til að upplifa andrúmsloft borgarinnar. Það er spennandi að fara í Orchard Road þar sem glæsilegar verslanir eru í röðum, hvort sem við  tökum upp kreditkortið eða bora horfum í gluggana. Kvöldverðurinn? Þegar það kemur að mat er allt í boði, allt frá spennandi matargerðarlist í hofum til mismunandi fjölþjóða veitingastaða eða skemmtilegra götueldhúsa sem bjóða upp á frábæran mat fyrir nær engan pening. Það er skemmtilegt að prófa götueldhúsin, en þar er borðað við almennings borð utandyra.

Dagar 2 og 3: Singapore
Séð frá sjónum þá líkjast háhýsi Singapor, Manhattan í New York, en í borginni er einnig mikið af menningu, einkum kínverskri, indónesiskri, indverskri og malasýskri ásamt menningu frá vesturlöndum þar sem fólk er með starfsemi utan aðalstöðva. Í kínverska hverfinu getur maður keypt ótrúlegustu hluti allt frá jurta meðulum og skrautlegum drekum til frábærra kópívara og veraldlegra hluta sem hér eru notaðir í hefðbundnum jarðaförum – meðal annars stórir bílar og bátar sem búnir eru til úr pinnum eða pappír sem er svo brennt við jarðaförina, því margir trúa því enn, að þá fái hinn látni þessar gjafir fyrir handan, þar sem þær fara upp með reyknum.
Hér eru hof og moskur og það er gaman að drekka te í litlu Indíu eða kaupa litrík efni í litlum fjölþjóða búðum, erta lyktarskynið í öðrum búðum þar sem kryddin eru í öllum litum bæði í krukkum og sekkjum.
Börn og barnslegar sálir hafa einnig möguleika á að skemmta sér vel í Sentosa Island sem maður getur farið til með svifbraut. Maður getur einnig farið á ströndina, upplifað höfrunga í Dolphin Lagoon eða gengið í gegnum hin 80 m löngu undirvatnsgöng í Underwater World, en þar getur maður gengið á hafsbotninum og séð þúsundvís af litríkum fiskum. Um kvöldið getur maður haldið áfram í nætur göngu um dýragarðinn þar sem maður getur séð hluta af meira en 2000 dýrum í umhverfi sem virkar náttúrulegt og er mjög líkt því sem er úti í náttúrunni.

Dagur 4: Singapore til Kuala Lumpur
þið verðið keyrð frá hótelinu á Tanjong Pagar-járnbrautastöðina, sem hýsir mjög sögulegar skreytingar. Þið farið með lest með góðum klefum til Kuala Lumpur. Ferðin tekur 7 tíma og þið ferðist um hitabeltis landslag þar til þið komið á járnbrautastöðina í höfuðborg Malaysiu, sem í daglegu tali er kölluð KL. Járnbrautastöðin er einnig mjög áhugaverð að skoða. Leiðsögumaður nær í ykkur á brautarpallinum og þið keyrið til Novotel Hydro Majestic, þar sem þið búið næstu daga. Restin af deginum er frjáls og á eigin vegum.
Gisting: Novotel hydro Majestic í superior herbergi (M)

Dagur 5: Kuala Lumpur
Maður þarf ekki að skoða í marga verslunarglugga í KL til að finna út að borgin er eitt gnægtarhorn af verslunar möguleikum. Annars munu götusalarnir einnig benda ykkur á það. Hér er ótrúlegt úrval af vörum, sama hvort þið skoðið ykkur um í Chinatown eða í dýrum verslunum stórmarkaðanna. Það er sama hvort maður fer í smartar nýtísku verslanir, sækist eftir merkjavörum, ódýrum rafmagnsvörum eða kópívörum á litskrúðgum næturmörkuðum þá er mikla peninga að spara. Eftir að þið hafið sjálf farið um bæinn að degi til hafið þið möguleika á að skoða Kuala Lumpur “by night” þá mun enskumælandi leiðsögumaður okkar ná í ykkur á hótelið ca. kl. 18:30. Hann mun fyrst fara með ykkur í hringferð um elsta hisduiska helgidóm borgarinnar, Sri Mahamariaman musterið en síðan verður farið á hinn líflega næturmarkað í Chinatown. Þið endið kvöldið á veitingastað með sérréttum frá svæðinu, ásamt sýningu á hefðbundnum malaysiskum dönsum. Þið eru aftur á hótelinu 3 – 4 tímurm eftir skemmtilegar upplifanir.
Gisting: Novotel Hydro Majestic í superior herbergjum. (M)

Dagur 6: Kuala Lumpur til Taman Negara
Það verður náð í ykkur um morguninn milli kl. 07:00 og 08:00 og þið keyrð á hótel Crowne Plaza Mutiara, en þaðan byrjar ferðin. Héðan keyrið þið í 4 tíma til Kuala Tembeling Jetty, og farið síðan með “longtail” bát á bylgjandi fljótinu til Mutiara Taman Nerara Resort i regnskógi Pahangs. Þetta er elsti þjóðgarður Malaysiu og hér eru fljótin Tembeling og Tahan þar sem gríðalega stór tré með hengiplöntum eins og í Tarsan myndunum vaxa meðfram fljótunum.
Seinni partinn skráið þið ykkur inn á heillandi bungalows hótel með loftkælingu og nútíma baðherbergi. Um kvöldið skipuleggur enskumælandi leiðsögumaður okkar nokkurra tíma nætur-göngu um snúna stíga í heimsins elsta regnskógi. Að vera í regnskóginum eftir að myrkrið fellur á er mjög sérstök upplifun, sérstaklega hljóð upplifun, með dýra öskrum, nístandi fuglaflauti og oft vítis hávaða frá skordýrum.
Á friðarsvæðinu eru um það bil 300 fugla tegundir. Hér eru einnig stórar kóngulær í flottum vef og ef heppnin er með okkur sjáum við kannski villtan fíl, naut, eða stórt malaysiskt hófdýr með stórt grátt magabelti og dáleyðandi augu drekka úr síki.
Gisting: Taman Negara Resort í bungalows. (M, K)

Dagur 7: Taman Negara
Eftir morgunverð farið þið aftur í gönguferð um frumskóginn. Eins og í næturferðinni verðið þið að vera í góðum skóm (evt. strigaskóm) en ferðin er samt ekki erfið. Eftir góðan tíma komið þið á útsýnis staðinn Teresek Hill. Þið farið einnig upp í 30 metra hæð og gangið á hengibrú sem er einstök upplifun þar sem þið sjáið regnskóginn ofan frá. Þið eruð aftur á hótelinu um hádegið. Seinnipart dags siglið þið síðan með “longtail” bát til Lata Berkoh. Á leiðinni er hægt að synda við fossinn. Um kvöldið er síðan kvöldverður á hótelinu.
Gisting: TamanNegara Resort í bungalows. (M, K)

Dagur 8: Taman Negara – Kuala Lumpur
Þegar þið hafiið borðað morgunverð er tími til að kveðja þennan 4000 ferkílómetra þjóðgarð. Siglingin niður fljótið tekur 3 tíma og er alveg einstök upplifun til að virða fyrir sér dýrin í regnskóginum. Takið erftir litlum bláum ísfuglum, 5 tegundum at nefhorns fugli og konunginum yrir þeim öllum, fiskierninum, sem konunglega svífur yfir “grænu hjarta Malaysiu” Rútan býður ykkar þegar þið komið til Kuala Tembeling, en þaðan er 200 km. keyrsla til Kuala Lumpur.
Gisting: Novotel hydro Majestic í superior herbergjum. (M)

Dagur 9: Kuala Lumpur til Langkawi
Það verður náð í ykkur á hótelið eftir morgunverð og ykkur keyrt á flugvöllinn. Malaysia Airlines fer kl. 11:00 og lendir í Langkawi kl. 11:55. Njótið flugferðarinnar yfir næstum 100 litlar eyjar sem stinga upp úr Indverska hafinu við norðurströnd Malaysiu.
Langkawi er fyrst og fremst afslöppunar staður, svo það er góð hugmynd að taka með sér bók og slappa af undir pálmum eða í skugga casuarina trjánna. Hér er einnig spa og mikið úrval af lífsgefandi nudd meðferðum, eins og thai, indónesisk og baliskt nudd ásamt shiatsu eða ilmkjarna meðferðum þar sem notað er mikið úrval af ótrúlegum náttúru vörum.
Sólsetrin líkjast oftast fallegum málverkum og er því tilvalið að fara í kvöldgöngu meðfram ströndinni. Er hægt að búist við miklu meira þegar maður ætlar að slappa af?
Pulau þýðir eyja og Pulau Langkawi er sú stærsta af mörgum hitabeltis eyjum sem þarna eru, hér er mikið er af kaltsteinum og gróskumiklum grænum plöntum ásamt framandi trjám og blómum.
Á eyjunni þar sem frumskógurinn fer upp í 6000 m hæð, búa litlir langur-apar sem auðvelt er að þekkja á hvítum hring utan um augun.
Gisting: MutiaraBureau Bay í studio Cabana.(M)

Dagur 10 – 13: Langkawi
Flestir freistast til að byrja daginn á sundsprett í sjónum, sem er heitur eins og í baðkari. En það er einnig frábært að láta sig fljóta og sjá og heyra í gargandi haffuglum og stórum örnum sem svífa í uppstreyminu við ströndina. Hin seinni ár er komið mikið af lúxus hótelum við frábærar sandstrendurnar á Langkawi, sérstaklega við flóana á vesturströndinni, Pantai Tengai og Pantai Cenang.
Borgin Kuah sem stækkar mjög ört er með mikið af verslunar möguleikum, kaffihúsum og matsölustöðum. Á mörgum matsölustöðum er samruni í matargerðalist frá inónesiskum, kínverskum, thailenskum og malaysiskum uppskriftum.
Hér eru ferðamöguleikar til annara stranda, gönguferðir í fallegu landslaginu með heimsókn í lítil smáþorpin með gúmmíökrum og flottum fossum, eða til Kuah þar sem m.a. er hof og skulptur garður með stórum styttum frá þjóðsögum eyjunnar. Í bænum eru götusalar, litlar búðir með tollfríum varningi, minjagripaverslanir með mikið af hlutum úr kuðungum, handmáluðum myndum og Langkawi steinar með litlum máluðum myndum á, götueldhús, veitingastaðir með útsýni yfir hafið, ferðamanna miðstöð, pósthús, bankar og internet kaffihús, en það er ekki mikið annað að sjá fyrir utan þjóðlífið á svæðinu. En besta tilboð Langkawis er skilyrðislaust strendurnar og fagurblátt hafið með mikið af möguleikum eins og   nætur veiði og sigling við sólsetur sem er mjög vinsælt.
Gisting: Nutiara Bureau Bay í studio Cabana. (M)

Dagur 14: Kveðjum Langkawi
Fríið er á enda. Það verður náð í ykkur um kvöldið og þið keyrð út á flugvöll. Þið fljúgið með Silk Air til Singapore en þið getið lengt fríið í Singapore eða ferðast heim til Islands með Singapore Airlines eftir miðnætti. (M)
M = Morgunverður, H = Hádegisverður, K = Kvöldverður

Allt þetta er innifalið í verðinu:
*
Keyrsla frá flugvellinum í Singapore á Hótel Reverview
* 3 nætur á Hótel Riverview í superior herbergi með morgunverð
* Einka keyrsla frá Hótel Riverview á járnbrautastöðina í Singapore
* 2 kl. lest frá Singapore til Kuala Lumpur
* Keyrsla frá járnbrautastöðinni í Kuala Lumpur á Novotel Hydro Majestic
* 2 nætur á Novotel Hydro Majestic í superior herbergi með morgunverð
* 3 dagar/2nætur, ferð til Taman Negara, máltíðir eins og í leiðarlýsingu
* 1 nótt á Novotel Hydro Majestic í superior herbergi með morgunverð
* Keyrsla frá Novotel Hydro Majestic á flugvöllinn í Kuala Lumpur
* Keyrsla frá flugvellinum í Langkawi á Hótel Mutiara Burau Bay
* 5 nætur á Mutiara Burau Bay í studio cabana með morgunverð
* Keyrsla frá Mutiara Burau Bay á flugvöllinn í Langkawi

Verðin innihalda ekki:
*
Millilandaflug frá Íslandi
* Flug frá Kuala Lumpur til Langkwai Fullorðinn: ca ISK 12.630,- með sköttum, Börn undir 11 ára: ca. ISK 875,- með sköttum
* Forfallatrygging ásamt þjóðfé m.m.
* Ferðin er farin með minnst 2 þátttákendur.