Lemanak fljótið og langhús
3 dagar / 2 nætur

Dagur 1: Kuching- Orangutang-miðstöð og langhús Iban fólksins
Það verður náð í ykkur á hótelið eftir morgunverð og þið keyrið til hjálpar stöðvar fyrir orangutang hjá Semengoh, þar sem hópur rauðhærðra apa býða ykkar. Það er stórkostlegt að upplifa orangutana í sínu náttúrulega umhverfi. Eftir stutta gönguferð um skóginn komið þið að sléttu þar sem þjóðgarðsverðir bíða ykkar. Eftir nokkrar mínútur skrjávar í tjánum í kringum ykkur. Ungu aparnir sem eru enn hálf ósjálfbjarga, koma 2svar á dag til að fá bætiefni við þá fæðu sem þeir finna sjálfir í skóginum.
Eftir heimsóknina í garðinn er haldið áfram að Lemanak-fljótinu. Á þessari 4 tíma löngu keyrslu upplifið þið Sarawak sem er friðsælt og í algjörri andstæðu við iðandi borgarlífið í Kuching. Á leiðinni er stoppað til að sjá villtar orkedéer, kjötplöntur og hvernig chili, pipar og kakó er ræktað. Við Serian er tími til að rölta um litríka markaði bæjarins, þar sem uppskeran frá ökrunum er seld. Þið fáið hádeigisverð á einum af veitingastöðum staðarins. Við Lemanak fljótið farið þið um borð í langbáta Ibans fólksins og eftir klukkutíma siglingu í gegnum fallegt landslagið komið þið að þorpi “höfuðkúpu veiðimanna”. Þið gistið í 120 m lang húsi á stólpum. Notið seinnipartinn í félagsskap íbúanna eða farið í frískandi sund í fljótinu. Eftir kvöldverð getið þið notið þess að vera á breiðum svölum lang-hússins en þær eru kallaðar “raui” og hlustað á hljóð skordýranna, heyrt um litskrúðuga menningu iban fólksins og spennandi líf þeirra í regnskóginum. Aldrei að vita nema ykkur verði boðið uppá glas af heimabrugguðu pálmavíni.
Gisting: Einföld gisting hjá Iban fólkinu. (H, K)

Dagur 2: Langhús Iban fólksins
Dagsplanið er ekki fastlagt, hér skiptir veðrið miklu máli en einnig hvað Iban fólkið finnur uppá að gera. Það mun ávalt vera möguleiki á ferð lengra upp með ánni og heimsækja langhús nágrananna, eða skógarferð að sjá akrana hjá Iban fólkinu. Kvöldið er frjálst og á eigin vegum.
Gisting: Einföld gisting hjá Iban fólkinu. (M, H, K)

Dagur 3: Lemanak fljót, langhús til Kuching
Eftir morgunverð er tími til að taka síðurstu myndirnar og kveðja infædda áður en haldið er af stað í langbát niður fljótið. Síðan verður farið með rútu til Kuching en stoppið verður á leiðinni til að fá hádegisverð á kínverskum veitingastað. (M)
M=Morgunverður, H=Hádegisverður, K=Kvöldverður

Allt þetta er innifalið í verðinu:
*
Dagskrá og máltíðir eins og í leiðarlýsingu, enskumælandi leiðsögumaður
* 2 nætur í “langhúsi” hjá Iban fólkinu
* Dagsplanið getur breyst aðeins frá því sem skrifað er.

Verðin innihalda ekki:
* Millilandaflug frá Íslandi
* Forfallatrygging ásamt þjóðfé m.m.
* Ferðin er farin með minnst 2 þátttákendur.