Hálendi Malaysiu og strandfrí
14 dagar/13 nætur

[flagallery gid=5]

Hringferðin er um vestur strönd Malaysiu og byrjar í iðandi höfuðborginni, Kuala Lumpur. Eftir nokkra daga þar haldið þið áfram til hálendis Malaysiu, Cameron Highlands, sem er þekkt fyrir mikilfenglega náttúru. Héðan er farið til Penang og fríið endar á yndislegri eyju, Langkawi sem er ein af 99 kóraleyjum og er aðeins búið á mjög fáum þeirra. Njótið frídaganna á ströndinni eða siglið út og skoðið falleg kóralrifin í kringum eyjarnar.
Það er hægt að fara í hringferðina allt árið, en monsunen (regntímabilið) hér á vesturströndinni er frá ágúst til nóvember.

Dagur 1: Koma til Kuala Lumpur
Það verður náð í ykkur á flugvöllinn í Kuala Lumpur og þið keyrð á hótel Novotel Hydro Majestic, sem er gott fyrsta flokks hótel í miðbænum og í göngufæri frá verslunar- og skemmti svæðum. Restin af deginum er frjáls og á eigin vegum.
Gisting: Novotel Hydro Majestic í superior herbergi.

Dagur 2: Kuala Lumpur
KL eins og höfuðborgin er kölluð í daglegu tali er spennandi samansafn af litum, lykt og hugmynd um fjarlæga staði. Andið að ykkur þeim fjölmörgu áhrifum sem hin nútíma asíska stórborg rúmar. Andstæðurnar eru margar: Petronas Twin Towers sem var hæsta bygging heims í nokkur ár með sína 452 metra, fyrir framan eru litríkar, tveggja hæða verslunarbyggingar Chinatowns með fjölskyldu rekstur á jarðhæðinni og íbúðarhúsnæði á 1. hæð. Þjóðar moskan er stór, björt og voldug og í algjörri andstæðu við hindua hofið á Julan Tun Road, sem er bæði heillandi og skreytt með flóknum mynstrum.
KL er einnig gnægtarhorn af verslunarmöguleikum. Verslunar úrvalið er allt frá básunum á næturmarkaðinum í Chinatown til dýrra og fínna stórmarkaða. Það er mikinn pening að spara, hvort sem þið sækist eftir merkjavörum, ódýrum rafmagns tækjum eða vinsælum kopivörum í Chinatown. Þið verðið einnig að upplifa Kuala Lumpur “by night” Enskumælandi leiðsögumaður okkar mun ná í ykkur á hótelið ca. kl. 18:30. Hann mun fyrst fara með ykkur í hringferð um elsta hisduiska helgidóm borgarinnar, Sri Mahamariaman musterið, en síðan fara á hinn líflega næturmarkað í Chinatown. Þið endið kvöldið á veitingastað með sérréttum frá svæðinu, ásamt sýningu á hefðbundnum malaysiskum dönsum. Þið eru aftur á hótelinu 3 – 4 tímurm eftir skemmtilegar upplifanir.
Gisting: Novotel Hydro Majestic í superior herbergi. (M, K)

Dagur 3. Kuala Lumpur – Cameron Highlands
Það verður náð í ykkur á hótelið kl. 09:00 og þið keyrið 300 km norður eftir. Síðurstu 60 km byrjið þið að fara upp hásléttuna sem er í 1.500 m hæð. Hér opnar sig endalaust grænt landslag, með te plantekrum, grænmetisræktun og seitlandi lækjum. Landslag með mikilfenglega náttúru og svölu, hreinu lofti. Við stoppum á leiðinni við stórkostlegt Batu Caves (þó ekki undir Thaipusam í janúar), sem er við smábæ á svæðinu, ásamt fossinum Lata Iskandar. Eftir innritun á Hótel Strawberry Park er restin af deginum frjáls og á eigin vegum. Ef þið hafið verið í Cameron Highlands áður, þá finnst mörgum að Strawberry Park Hótel er hinn eini rétti staður til á búa á. Fullkomin staðsetning og gott andrúmsloft hafa gert þetta litla fallega ferðamanna hótel mjög vinsælt. Öll herbergin eru smekklega innréttuð með breiðum planka gólfum og klassískum mahogni húsgögnum. Á hótelinu er einnig fallegur veitingastaður og góður bar, hér er einnig starfsfólk sem gefur góðar upplýsingar t.d. um göngu- og hjóla ferðir um náttúruna.
Gisting: Strawberry Park í studío herbergi. (M)

Dagur 4: Cameron Highlands
Það verður náð í ykkur á hótelið eftir morgunverð. Fyrsta stopp þennan dag er á BOH-te plantekrunni. Hér fáið þið leiðsögn og getið smakkað á uppskeru plantekranna. Héðan farið þið síðan á blóma- og ávaxtaplantekrur og áfram til smábæjarins hjá Semani-fólkinu. Frá smábænum farið þið upp að fossi þar sem tími gefst til að fá sér sundsprett fyrir matinn. Á leiðinni á hótelið verður stoppað við markaðinn þar sem uppskeran frá svæðinu og aðrar nauðsynjar eru til sölu. Munið eftir myndavél, hér er hægt að taka mikið af litríkum og skemmtilegum myndum.
Gisting: Strawberry Park i studío herbergi. (M, K)

Dagur 5: Cameron Highlands – Georgetown á Penang
Það er tími til að fara í stutta gönguferð um þessa fallegu náttúru, áður en lagt verður af stað til ferðaeyjunnar Penang. Seinnipartinn komið þið til Georgetown á Penang, þar sem þið skráið ykkur inn á Hótel Berjaya Georgetown. Georgtown er litskrúðugur bær með spennandi kínverskum bæjarhluta. Hér eru margskonar verslanir, tehús og hof fyrir hin mörgu trúarbrögð hlið við hlið við moskur og kristnar kirkjur. Hótel Berjaya Georgetown er í hjarta bæjarins. Kvöldið er frjálst og á eigin vegum.
Gisting: Berjaya Georgetown í superior herbergi. (M)

Dagur 6: Penang
Í dag farið þið með leiðsögumanni í skoðunarferð um eyjuna. Þið byrjið á því að keyra að norður ströndinni en þaðan er stórkostlegt útsýni, síðan er stoppað við lítið fiskiþorp og batik verksmiðju. Í hinu þekkta slöngu hofi komist þið nálægt einni af mörgum slöngum hofsins. Héðan haldið þið áfram til Kek Lok Si hofsins sem er eitt af þeim fallegustu og stærstu buddisku hofum í suðaustur Asíu og er eiginlega sambland af kínverskum, thailenskum og burmískum helgidómi. Síðasta stopp í dag er við Penang Hill, þar sem þið (borgið sjálf) getið farið með lestinni upp í 821 m. hæð og héðan eruð þið með útsýni yfir eyjuna. Takið eftir að inngangseyrir í hin mismunandi söfn er ekki innifalið.
Gisting: Berjaya Georgetown í superior herbergi.(M)

Dagur 7: Penang
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum, við mælum með að þið farið í ferð meðfram hæðóttri strandlengjunni og njótið hinna fallegu stranda. Farið t.d. í ferð með trishaw (hjólataxi) í Georgetown og upplifið margbreytilega menningu, lítil götu eldhús og bása þar sem innfæddir selja allt frá kryddum og frískum ananas til upptökuvéla.
Gisting: Berjaya Georgtown í superior herbergi. (M)

Dagur 8: Penang – Langkwai
Eftir morgunverð verðið þið keyrð að ferju höfninni, þar sem þið siglið kl. 08:15 til Langkwai. Á Langkwai búið þið á Hótel Mutiara Burau Bay, sem er, eftir okkar mati besta ferðamannahótel á Langkwai – hér er brot af paradís umvafið hitabeltis náttúru og hvítum ströndum, sem liggja að turkísgrænu hafinu. Í gróskumiklum garðinum eru 150 bungalows með eigin palli. Á hótelinu eru einnig 3 veitingastaðir – missið ekki af grilluðum humri á veitingastaðnum Seashell. Í stuttu máli, hér eru rammarnir fyrir fullkomið frí.
Gisting: Mutiara Burau Bay í superior eða studio cabana. (M)

Dagur 9: Langkawi
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum – slappið af við ströndina eða farið í ferð til bæjarins Kuah þar sem hægt er að versla tollfrítt.
Gisting: Mutiara Burau Bay í superior cabana. (M)

Dagur 10: Langkawi og sigling
Eftir morgunverð farið þið í hálfsdags ferð til eyjanna í kring m.a. Pulau Beras Basah, þar sem þið hafið möguleika á að synda, grunnkafa og njóta sólarinnar.
Gisting: Mutara Burau Bay í superior eða studío cabana. (M)

Dagar 11 – 13: Langkawi
Ef ykkur finnst tíminn á ströndum Langkawi lengi að líða er hótelið með mikið af tilboðum. Þið getið leigt hjól, spilað tennis eða gengið um regnskóginn sem er alveg við hótelið. Það er hægt að skipuleggja golf eða köfun og grunnköfun – en Langkawi er samt ekki besti staður til að kafa á. Óskið þið eftir fleiri siglingum til eyjanna til að skoða hin fallegu kóralrif þá er hægt að skipuleggja það.
Gisting: Mutiara Burau Bay í superior eða studío cabana. (M)

Dagur 14: Langkawi – Langkawi flugvöllur
Það er tími til að kveðja þessa fallegu ferðaeyju. Þið skráið ykkur út af hótelinu um hádegið. Það er möguleiki á að geyma töskurnar á hótelinu þar til þið verðið keyrð út á flugvöll. (M)
M = Morgunverður, H = Hádegisverður, K= Kvöldverður

Allt þetta er innifalið í verðinu:
*
Keyrsla frá flugvellinum í Kuala Lumpur á Hótel hydro Majestic
* 2 nætur á Hótel Novotel Hydro Majestic í superior herbergi, með morgunverð
* Kvöldferð um Kuala Lumpur
* 3 dagar/2 nætur, ferð um Cameron Highlands, máltíðir eins og í leiðarlýsingu
* 3 nætur á Berjaya Georgetown í superior herbergi, með morgunverð
* Keyrsla frá Penang til Langkawi með bát
* 6 nætur á Mutiara Burau Bay í superior cabana (1 eða 2 persónur) eða studio ( 3 persónur), með morgunverð
* Keyrsla frá Mutiara Burau Bay á flugvöllinn í Langkawi

Verðin innihalda ekki:
*
Ferðin er farin með minnst 2 þátttakendur.
* Millilandaflug frá Íslandi
* Forfallatrygging ásamt þjóðfé m.m.