Malaysía

Malaysia hefur uppá allt að bjóða.......
Ferðamálaráð Malaysiu heldur því ófeimið fram í markaðsetningu sinni á landinu að “ Malaysia hefur upp á allt að bjóða” Eftir að hafa heimsótt landið verðum við að taka undir með þeim.

Hér er land með óendanlega möguleika.
Fallegir fiskibæir, teekrur í fjöllunum, háir fjallgarðar allt uppí 4000 m. hæð, hitabeltis regnskógar, tugir kílómetra af fallegum mannlausum sandströndum, heimsins fallegustu kóralrif og frábært dýra- og plöntulíf. Bætið einnig við ótrúlegri gestrisni Malaysiu búa.
Þið fljúgið beint til Singapore með Singapore Airlines og getið byrjað fríið í hinni heillandi stórborg aðeins 16 tímum eftir að þið fóruð frá Íslandi. Það er okkur ánægja að á næstu 42 síðum kynnum við fyrir ykkur ótrúlega blöndu af framandi menningu, náttúru og ævintýrum, sem geta örugglega sent okkur Íslendinga í sjöunda himinn!

Malaysia býður uppá mikið af upplifunum og reynsla okkar sýnir að það eru mjög góðar umsagnir frá ferðamönnum sem koma úr fríi frá Malaysiu. Samt sem áður hefur landið aldrei unnið hjörtu norður Evrópu búa, þrátt fyrir miklar auglýsingar. Það er synd því Malaysia hefur mikla möguleika á að uppfylla ferðadrauma út í hin minnstu smáatriði.

Í Malaysiu eru hrífandi fiskismábæir, teekrur á hálendinu, hitabeltis regnskógar, margir kílómetrar af auðn, hvítar sandstrendur, nokkur af heimsins fallegustu kóralrifum og stórkostlegt dýra- og plöntulíf. Einnig er hægt að bæta við mjög gestrisnum íbúum sem er einkennandi fyrir malaysiubúa.

Það er okkur ánægja að kynna ómótstæðilega blöndu af framandi menningu, náttúru og upplifunum, sem getur sent hvern þann sem þráir ævintýri í sjöunda himinn.

Ýtið á myndina til að skoða videó

[lightbox_image size="full-half" image_path="https://www.ferdin.is/wp-content/uploads/PetronasSC000005.jpg" lightbox_content="https://www.youtube.com/watch?v=8cLpWjncKhQ" group="Video" description="Ferðin.is kynnir Malaysia"]

[flagallery gid=5 skin=default_old align=center]

Fun facts um Malaysíu

• Íbúar Malaysiu hafa mikinn áhuga á að vera fremstir og að gera met. Þú kannast kannski við Petroanas Twin Towers í Kuala Lumpur, sem var allt fram að árið 2004, heimsins hæsta bygging með 88 hæðir og hæð í metrum 451,9. Í dag getur Malaysia „aðeins” státað af vera með heimsins hæsta twin towers. En metin hætta ekki hér, Malaysia er með met í að hafa heimsins lengsta blýant (20 m), að hafa plantað flest trjám innan við 1 mínútu (110.461) ásamt því að svaramaðurinn Ting Ming Siong hefur verið svaramaður 1.395 sinnum síðan 1975.

• Margir Malaysiu búar tala um að Nasi Kandar sé þeirra eftirlætis réttur. Rétturinn sem aðeins er hægt að fá í Malaysiu, samanstendur af gufusoðnum hrísgrjónum, mismunandi karrý frá Indlandi og annað meðlæti. Nasi Kandar er hefðbundinn réttur frá Penang, en þið getið smakkað á honum um alla Malaysiu. Munið einnig að smakka á bláum hrísgrjónum – sem er annar sér réttur frá Malaysiu, en hrísgrjónin hafa drukkið í sig lit frá hinu framandi fiðrilda perlu blómi.

• Á mörgum veitingastöðum í Malaysiu þarf maður ekki að bíða eftir að fá hnífapör, maður þvær bara hendurnar og þá eru hnífapörin tilbúin. En munið aðeins að nota hægri hendina – einnig þegar þú gefur eða tekur á móti gjöfum/hlutum. Vinstri hendin er nefnilega notuð á meira persónulega staði (persónuleg þrif að neðan)

• Ef malaysiu búi réttir þumalfingurinn fram, þýðir það hvorki „thumbs up” eða að hann eða hún reyni að húkka far. Í Malaysiu notar fólk almennt þumalfingur en ekki vísifingur til að benda með, bæði hvað varðar staði, hluti og fólk.

• Sepak Takraw er skemmtileg íþrótt í Malaysiu. Maður má hvorki nota hægri né vinstri hönd, þegar boltinn er kominn á völlinn. Leikurinn minnir einna helst á fóta blak og hefur verið vinsæl frístunda íþrótt í Malaysiu frá ca. árinu 1400. Hinir fimleika fimu Sepak Takraw spilarar sjást oft í listigörðum og á öðrum aðgengilegum stöðum borgarinnar.

• Orang Asli er nafnið á frumbyggjum Malaysiu. Orang þýðir fólk og Asli þýðir frumgerð eða ekta. Í dag eru aðeins ca. 150.000 Orang Asli eftir í Malaysiu, þeir eru dreifðir um landið í litlum framandi hópum, hver með sitt mál og hefðir. Orðið Asli er einnig hægt að nota í öðru samhengi, eins og td. á markaðinum, þegar maður biður um hið rétta verð. Harga Asli þýðir „hið rétta verð”.

• Í Malaysiu eru yfir 14.500 tegundir trjáa- og plantna, meira en 200 mismunandi spendýr, 600 fugla tegundir, 140 slöngu tegundir og 60 eðlu tegundir. Þeir staðir þar sem helst er að upplifa þennan fjölbreytileika er í Belum Rainforest og Taman Negara sem er talinn heimsins elsti hitebeltis regnskógur og einnig stærsti þjóðgarður Malaysiu.

Gott að vita

Vegabréfsáritun:
Íslenskir ríkisborgarar geta án áritunar verið 90 daga í Malaysíu en bara 14 daga í Singapore. athugið að vegabréfið þarf að vera í gildi lámark 6 mánuði eftir áætlaða brottför frá landinu. Til öryggis er gott að hafa samband við: Malaysiske Sendiráðið í Stockholmi eða Singapore Sendiráð í London.

Tímamunur:
+ 7 tímar á veturna og + 8 tímar á sumrin.

Galdmiðill:
Í Malaysíu er notaður galdmiðillinn Ringgit (RM), en í Singapore nota menn Singapore Dollars (SGD). Það er mögulegt að skifta Euro og US Dollurum í öllum stærri bæjum einnig eru hraðbankar um allt. Flest hótel, veitingastaðir og verslanir taka á móti Visa, Master, Diners og American Express greiðslukortum.

Sprautur - Bólusetningar:
Við mælum með að fólk hafi samband við heilsuverndarstöð eða heimilislækni út af bólusetningum, sjá nánar á www.ferd.is undir góð ráð

Hringferðir
Okkar hringferðir er hægt að sníða að hverjum og einum, alveg eftir ykkar óskum, og ef þið óskið eftir að lengja fríið, búa á öðrum hótelum m.m. þá aðstoðum við gjarnan.
Allar ferðir okkar eru á einstaklings vegum þannig að þið fáið eigin bíl og leiðsögumann í allri ferðinni. Við höfum upplifað að fólk fær meira út úr ferðinni með eigin leiðsögumanni en í hóp með 20 öðrum ferðalöngum í rútu. Gestir okkar kynnast leiðsögumönnum betur og hafa meiri áhrif á ferðina ásamt því að upplifia mun meira en í rútuferðum.
Allir leiðsögumenn eru enskumælandi. Leiðsögumaður verður ekki til ráðstöfunar þá daga á hóteli þar sem stendur í ferðalýsingu "á eigin vegum".
Flug frá Danmörku til Indónesíu er ekki innifalið í verði á pakkaferðum - en hafið samband, við gefum upplýsingar um ódýrasta flugverðið.

M=morgunverður
H=hádegisverður
K=kvöldverður

• Takið eftir að innanlandsflug er ekki innifalið í verðinu á hringferða tilboðunum, þar sem ferðin krefst þess að þið ferðist með flugvél. Við gefum upp verð á flugi í viðeigandi hringferð. Þegar þið kaupið millilandaflugi hjá okkur þá pöntum við einnig innanlandsflug og verðleggjum það.
• Þið getið lesið meira um hótelin sem þið notið í hringferðunum, undir viðkomandi borgum/ríkjum.
• Við höfum sett saman hringferðir út frá reynslu okkar í gegnum árin. Ef þið óskið eftir einhverju öðru eða viljið búa á öðru hóteli en gefið er upp er það að sjálfsögðu möguleiki. Það er fullur sveigjan leiki í hringferðum okkar! Ferðaskrifstofan reiknar út nýtt verð á ferðinni, eftir þeim óskum sem þið komið með
• Ef þið farið frá hótelinu um morguninn áður en veitingastaðurinn opnar þá er morgunverður ekki innifalinn. Morgunverðar veitingastaðir opna venjulega um kl. 07:00
• Á þeim hótelum þar sem gefið er upp 2 fullorðnir og 2 börn í sama herbergi, þá grundvallast verðið á tveggjamannaherbergi með auka flatsæng. Því getur verið svolítið þröngt á herbergjunum.
• Þegar tekið er frá herbergi fyrir 3 einstaklinga, þá fáið þið oftast herbergi með tveggja manna rúmi og auka "roll away" rúm.
• Allar hringferðir eru farnar með minnst 2 fullorna einstaklinga sem ferðast saman. Einstaklingar sem ferðast einir þurfa því að greiða, fyrir utan einsmanns herbergi verð fyrir 2 í ferð ef ferðin er þannig samansett.

Almennt:
Check ind/check ud: Að innrita sig inn á hótelin getur átt sér stað frá kl. 14:00, en þegar þið skráið ykkur út þarf það að vera milli kl. 11:00 - 12:00
Jóla- og nýárs máltíðir:Hótelin eru oftast með skildubundnar jóla- og nýarsmáltíðir, verðið er gefið upp við staðfestingu.
Keyrsla og ferðir:Keyrsla og ferðir eru farnar með minnst 2 einstaklinga. Ef einn einstaklingur ferðast þá er verðið yfirleitt tvöfalt á akv. Ferðum. Börn undir 12 ára fá 50% afslátt, þegar það eru minnst 2 fullornir.

Veðrið
Austur ströndin (Perhentian, Redang, Timon Island m.m.):
Frá október til apríl flytur monsuninn regn til stóran hluta af austurstrðnd landsins. Tímabilin frá nóvember til og með janúar er oftast mjög mikil rigning á þessum svæðum. Þurrkatímabilið nær frá apríl til og með september. Á þessu tímabil er upplagt að heimsækja austur hluta landsins.

Vestur ströndin (Langkawi, Penang, Pangkor Island m.m.):
Þurrkatímabilið á þessum landshluta er frá nóvember til apríl/maí, þar sem klettabeltið á miðri eyjunni verndar vesturhlutann frá hinum miklu regnskýjum frá austri. Frá maí/júní til október snýst myndin við og monsun vindarnir koma með regnfull ský yfir vesturhlutann. Regntímabilið á vesturströndinni er er þó mun minna en á austurströndinni. Því er alveg hægt að fara í gott frí á þessum tíma þar sem hótelverðin er oft hægt að fá fyrir hálft verð.

Hótel gæði:
Hótel standardinn í Malaysíu er ekki jafn hár og í Thailandi og Bali, sérstaklega þegar um viðhald er að ræða. Hafið það í huga þegar þið veljið hótel. En þið upplifið vinalegt starfsfólk og 5 stjörnu umhverfi.

HÓTELFLOKKUN:
*** = Ferðamannahótel (einfalt hótel með eigin baði og klósetti, loftkælingu síma og sjónvarpi)
**** = Fyrstaflokks (Þægilegt hótel með þjónustustaðli og aðbúnaði eins og maður bíst við á góðu alþjóðalegu hóteli.)
***** = Lúksus (Séstaklega þægilegt og góð þjónusta, fjölbreytt afþreying og lega hótelsinns og hönnun fyrstaflokks eða sérstök)

Bólusetningar og sprautur:
Upplýsingar um bólusetningar má fá á heilsugæslustöðvum en gagnlegar leiðbeiningar er að finna á heimasíðu Landlæknisembættisins. Einnig er að finna gagnlegar ráðleggingar á heimasiðunni doktor.is
Einnig viljum við benda á myndræna danska heimasíðu sem skýrir vel út áhættuna og bólusteningar þörf um allan heim Vaccination.dk

Ábyrgð farþega:
Það er á ábyrgð farþega sjálfra að sjá til þess að með í för sé gilt vegabréf, nauðsynlegar vegabréfsáritanir og bólusetningarvottorð. Athugið að mikilvægt er að gildistími vegabréfs nái sex mánuði fram yfir áætlaða heimkomu. Gott ráð er að hafa meðferðis nokkur afrit af fyrstu síðum vegabréfsins.

Bæir og borgir

Kuala Lumpur
Það er jákvæð upplifun að heimsækja höfuðborg Malaysiu, Kuala Lumpur sem í daglegu tali er kölluð KL. Hér finnur maður blöndu af hinu gamla og nýja. Mörg hundruð ára gömul fyrirmannleg hús frá nýlendu tímabilinu og háhýsi byggð úr stál og gleri standa við hliðina á kínverskum hofum og fallegum moskum. Þegar þú gengur um borgina er hið litríka og skemmtilega alþjóða samfélag sem fljótlega fangar athygli ferðamannsins.
Kuala Lumpur er nægtarhorn af verslunarmöguleikum. Notið nokkra daga í hinni stórkostlegu heimsborg áður en þið farið og skoðið hið fallega og gróskumikla land.

Ferðir frá Kuala Lumpur
Við bjóðum uppá mikið úrval af ferðum frá Kuala Lumpur. Skoðið t.d. tilboðin hér að neðan. Hafið samband við ferðaskrifstofuna í sambandi við fleiri upplýsingar.
• City orientering (2 tímar, sérferð) ca. ISK 3.700,- á mann, minnst 2 einstaklingar.
• Kuala Lumpur Hálfdags City ferð ferð (3 tímar, hópferð) ca. ISK 2.100,-  á mann (eða sér ferð á ca. ISK 6.100,- á mann, minnst 2 einstaklingar)
• Kuala Lumpur Hálfdags "Countryside" Ferð (3 tímar, hópferð) ca. ISK 2.100,- á mann (eða sér ferð á ca. 6.100,-  á mann, minnst 2 einstaklingar )
• A night out in Kuala Lumpur (einka ferð innifalið 1 cocktail): ca. ISK 5.900,- á mann miðað við 2 pers.
• Historisk Malacca Heildagsferð (hópferð): ca. ISK 6.000,- á mann (eða einkaferð verð frá ca. ISK 20.500,- á mann miðað við 2)

Pangkor eyjarnar
Pankor eyjarnar eru við Vesturströnd Malaysiu, stutt sigling frá bænum Lumut. Þessar ævintýralegu eyjar með gylltum ströndum, kristaltærum sjó og frískum andvara eru meðal bestu eyja Malaysiu. Eyjarnar eru nær eingöngu fiskimanna samfélag en voru áður vinsæll griðarstaður fyrir sjómenn, verslunarmenn og hermenn sem sóttust eftir friðsælum stað, áður en haldið var áfram ferðinni. Aðaleyjurnar eru 2, Pulau Pangkor og Pangkor Laut og bjóða þær upp á mikið af spennandi afþreyingu eins og köfun, grunnköfun, seglbretta íþrótt, veiði og skoðunarferðir í frumskóginn. Eyjarnar hafa varðveitt töfra sína og eru tilvalinn staður fyrir þá sem óska eftir lúksus umhverfi og verðin á hótelunum eru á góðu verði

Langkawi
Langkawi eyjarnar liggja á milli Thailands og Malaysíu. Eyjarnar eru á milli 99 og 104 og fer það eftir sjávarföllunum hve margar eyjur sjást. Það er aðeins búið á fjórum af eyjunum og eru ekki margir sem búa á þremur af þessum fjórum eyjum. Það búa um 30.000 íbúar á aðal eyjunni sem er 30 km löng og 20 km breið. Langkwai eyjurnar eru meðal annars vinsælustu og mest elskuðu eyjur Malaysiu. Sjórinn í kringum eyjarnar er yfirleitt tær og lokkandi, nema á regntímanum. Flest hótelin á Langkwai eru smekkleg og í samræmi við umhverfið. Langkawi er upplagt fyrir frábært strandfrí með möguleika á bæði afslöppun og margvíslegum afþreyingum.

Ferðir á Langkwi

Við getum boðið uppá fjölbreytt úrval af ferðum á eyjunni, eins og:

• Sunset Dinner Cruise, ca. ISK 11.000,- á mann: Þegar dimma tekur er tími til að minnka hraðan og láta vagga sér á öldunum inní sólarlagið. Kvöldmatur um borð í bætnum með fríum bar bjór, vín og gos.

• Dagsferð til Payar Island Marine Park, ca. ISK 11.000,-á mann (ca. 8 tímar): Í þessari ferð er möguleiki á að kynna sér lífið á kóralrifunum. Þið siglið með Katamaran til Payar Eyju, Marine Park, sem eru 3 eyjur. Þar er möguleiki á að synda í yfirborðinu og skoða lífið neðansjávar eða bara liggja í sólbaði. Einnig er hægt að sigla um í littlum bátum með gler í botninum fyrir þá sem ekki vilja synda. Hádegishlaðborð er innifalið í verði ferðarinnar.

• Mangrovecruise, ca. ISK 8.000,- pr. person (ca. 3 tímar): Mangrove fenin þjóna mikilvægu hlutverki í lífríki kringum Langkawi. Fenin eru eins konar síur milli ferskvatns og sjávar þar sem er mjög fjölbreytt plöntu og dýralíf. Þið farið gegnum hella og fen, heimsækið gamla trékols verksmiðju og fiskibúgarð.
Allar ferðir eru hópferðir og eru farnar við lámark 2 persónur. Börn u/12 ára 50% afsláttur.

Perhentain eyjar
Eyjarnar tvær, Perhentian Kecil (lítill) og Perhentian Besar (stór) hafa það sem flesta dreymir um á hitabeltis paradísar eyju. Eftir klukkutíma siglingu frá bænum Kuala Besut er opinberunin orðin að raunveruleika: frumskógarklædd fjöll og stórkostlegar litlar víkur með kristaltærum sjó.
Í skjóli milli konunglegra pálmatrjáa sér maður litla bungalows. Þetta fallega umhverfi er ímynd fyrir rólegt baðstrandar frí. Það er takmarkað tilboð af afþreyingarmöguleikum á eyjunum, en gönguferðir á ströndinni, liggja í sólbaði, góður og ódýr matur og að sjálfsögðu köfun og grunnköfun er hægt að stunda. Þeir heppnu geta upplifað hafskjaldbökur, (sérstaklega í águst og september þá koma þær á land og verpa)

Redang Island
Redang er í Marine Park Sanctuary og er algjör paradís fyrir kóral- og sóldýrkendur. Eyjan er 25 km2 og er sú stærsta. Á austurhluta eyjunnar eru margir litlir flóar með snjóhvítum sandströndum eins og perlur á snúru, en á vesturhluta eyjunnar er meira ósnert náttúra með þéttum gróðri og bröttum klettum. Kampung Redang myndar rammana utan um ca. 1000 íbúa. Kóralrifin fyrir utan Redang og hinar nærliggjandi smá eyjar eru sagðar vera með eitt fjölbreyttasta dýralíf sjávar þar sem fjöldinn allur af hörðum og mjúkum kóröllum eru meiri og fjölbreyttari en annars staðar í heiminum.

Tioman Eyjan
Pulau Tioman eða Tioman Island er stærsta eyjan við austur ströndina og er mjög vinsæll ferðamannastaður. Þessi frábæra eyja er bæði fyrir þá sem óska eftir afþeyingum og upplifunum svo og þá sem óska eftir að slappa af á hvít––um sandströndum eyjunnar. Fyrir utan kílómetra langar strendur býður Tioman upp á frumskóg og hæðótt landslag með flottum fossum og mikið dýra- og plöntulíf. Kristal tær sjórinn í kringum eyjuna býður uppá einn af bestu köfunarstöðum suðaustur asíu bæði vegna skyggnis sem er mjög gott og litskrúðugs sjávarlífs.