Eyja hopp í Thailandsflóa
Þá sem dreymir um trópískar eyjar og vill á sama tíma upplifa eitthvað sérstakt þá er þessi hringferð eitthvað fyrir ykkur. Eftir nokkra daga í Bangkok ferðist þið með einka leiðsögumanni og einkabílstjóra niður með vesturströnd Síamsflóa með áhugaverðum stoppum á leiðinni. Í fiskiþorpinu Bangsapan, byrjar eyjahoppið ykkar þar sem þið farið út í 4 af fallegustu eyjum Thailands sem allar hafa sína sérstöðu.
Fyrsta eyjan og sú minnsta sem þið heimsækið, Koh Talu, býður uppá næstum ósnerta náttúru og einfallt strandlíf.
Koh Tao er oft kölluð köfunarparadís Thailands, en Koh Phangan er draumur um huggulegt líf, afslappandi andrúmsloft, nema þegar hin mánaðarlegu ”full-moon” party eru haldin þá koma ungir Thailendingar ásamt fólki allstaðar úr heiminum saman á ströndinni og dansa fram undir morgun. Ferðin endar síðan á 5 nóttum á Koh Samui, sem hefur uppá að bjóða, strendur, fjöll, frumskóg, verslun og mikið úrval af veitingarstöðum.
Í ferðinni gistið þið á betri ferðamannahótelum þar sem áhersla er lögð á þægindi og staðsetningu.
Dagur 1: Koma til Bangkok
Þið verðið sótt á flugvöllin og keyrt til hótels ykkar í Bangkok.
Gisting: Bangkok
Dagur 2: Bangkok
Frjáls dagur í Bangkok sjá síðu 24-25 til að fá hugmyndir um hvað þið getið gert. Í Bangkok eru fjölmargir áhugaverðir staðir sem gaman er að skoða auk þess sem mjög hagstætt er að versla í Bangkok.
Gisting: Bangkok (M)
Dagur 3: Bangkok – Petchaburi – Pranburi
Enskumælandi leiðsögumaður fylgir ykkur niður með Siam-flóanum miður að Petchaburi, þar sem þið stoppið við Palace Mountain, sem er sögulegur garður efst uppá hæð, með Khao Wang-höllinni, hofum, og Kong Mongkuts (Rama IV) stjörnuskoðunarstöð frá miðri 18. öld. Eftir heimsókn í fiskiþorp og hádegisverð komið þið til Pranburi, þar sem þið farið í bátsferð út á flæðiland þar sem m.a. ótrúlegur fjöldi fuglategunda er að finna.
Gisting: Pranburi (M,H)
Dagur 4: Pranburi – Khao Sam Roi Yod Þjóðgarður – Bangsapan
Í Khao Sam Roi Þjóðgarðinum heimsækið þið Tham Phraya Nakhon-hellinn, þar sem holur í klettunum leiða sólarljósið niður í hellinn og skapar þar undraverða birtu. Eftir hádegisverð heldur ferðin áfram suðurábóginn til fiskiþorpsinns Bangsapan, þar sem þið gistið.
Gisting: Bangsapan (M,H)


Dagur 5: Bangsapan – Koh Talu – Chumphorn
Frá Bangsapan farið út í eyjunna Koh Talu. Hérna er tími til að slappa af á ströndinni, synda, snorkla og upplifa litríka kóralla og marglita fiska. Síðan er boðið uppá hádegisverð áður en haldið verður frá Bangsapan áfram suður til Chumphorn.
Gisting: Chumphorn (M,H)
Dagur 6: Chumphorn – Koh Tao
Þið kveðjið leiðsögumann ykkar hér og siglið til Koh Tao, sem er frábær eyja. Eyjan er skógivaxin en hæðótt og um allt eru littlar huggulegar strendur. En eyjan er algjör paradís fyrir þá sem vilja læra að kafa og/eða hafa gaman af að kafa eða snorkla.
Gisting: Koh Tao (M)
Dagur 7: Koh Tao
Dagurinn á eigin vegum. Þið getið farið í skoðunarferð um eyjuna eða bara átt rólegan dag á ströndinni.
Gisting: Koh Tao (M)
Dagur 8: Koh Tao – Koh Phangan
Hótelið ykkar sér um að þið verðið keyrð niður á höfn til að taka ferjuna til Koh Phangan. Eyjan er þekkt fyrir sína mánaðarlegu hátíð ”full-moon parties” þar sem ungir Thailendingar og ungt fólk frá öllum heimshornum koma til að skemmta sér. Koh Phangan er frekar stór eyja með aragrúa af fallegum ströndum og afslappandi andrúmslofti.
Gisting: Koh Phangan (M)
Dagur 9: Koh Phangan – Koh Samui
Frá Koh Phangan takið þið ferjuna til eyjarinnar Koh Samui, en þar dveljið þið í 5 nætur í þægilegu og afslappandi umhverfi.
Gisting: Koh Samui (M)


Dagar 10-13: Koh Samui
Þessir dagar á Koh Samui eru ekkert skipulagðir og getur hver og einn haft þá eins og hann vill. Eyjan er þekkt fyrir flottar hvítar strendur, tæran sjó og mikla náttúrufegurð. Tíminn getur flogið frá manni undir skuggum pálmatráa með góða bók í hönd, við að synda í sundlauginni eða sjónum og sækja heim huggulega veitingarstaði á ströndinni. Ef þið viljið upplifa meira eða annað þá hefur eyjan uppá margt að bjóða. Gangið meðfram hinni líflegu Chaweng Beach, heimsækið fiskiþorpið Fisherman’s Village eða farið í bátsferðir til nærliggjandi smá eyja sem óneitanlega minna mann á Robeson Krúsó.
Gisting: Koh Samui (M)
Dagur 14: Koh Samui – Koh Samui flugvöllur
Þá er komið að því að þið yfirgefið þessar fallegu eyjar í Siams flóa, nema þið ákveðið að framlengja dvölina. Þið verið sótt á hótelið og keyrð út á flugvöll á Koh Samui. þar sem þið getið valið um að fara til baka til Bangkok eða halda ferðalaginu áfram til annara áfangastaða á Thailandi. (M)
Verð frá 215.000,-
Innifalið í verði á pakkanum er:
* Gisting í 13 nætur með morgunverði
* Hádegisverður 3 daga
* Akstur frá flugvelli í Bangkok á hótel
* 7 daga (6 nætur) ferð um Thailand með viðkomu á 4 eyjum, enskumælandi fararstjórn fyrstu 4 dagana
* Akstur frá hóteli á Koh Samui á flugvöll
Ekki innifalið:
* Flug Ísland – Bangkok (Verð frá ca. kr 87.600,- plús skattar ca. 75.000,- )
* Flug Koh Samui – Bangkok (Verð frá kr 14.500- með sköttum)
* Þjórfé (tips) til leiðsögumanna og bílstjóra
(M= Morgunverður, H=Hádegisverður, K=Kvöldverður)
