Einstök fjölskylduferð
Þessi hringferð er sérstaklega byggð upp fyrir fjölskyldufólk, sem sækist eftir spennandi fríi fyrir börn og fullorðna ásamt því að gista á tveimur fyrstaflokks gististöðum, þar sem möguleiki er á að 2 fullorðnir og 2 börn séu saman í herbergi. Ferðin hefst í Phuket þar sem tekið er á móti ykkur og farið til Khao Lak.
Eftir 6 nætur hér, er farið í ævintýraferð í Khao Sok Þjóðgarðin. Hér eru spennandi og lærdómsríkar upplifanir í vændum, þar sem þið verðið í nánum tengslum við hitabeltis frumskógin og upplifið dýra og plöntulíf í skóginum. – dag og nótt, á gangi, frá kano og bátum á frumskógarfjótinu.
Þið gistið í lúxus tjöldum með öllum þægindum í ”junglecamp” á fljótsbakka og timburflekum á vatninu Cheow Larn (Ath. ef það eru 4 pers. þá fáið þið 2 tjöld). Eftir frumskógarævintýrið í Khao Sok þjóðgarðinum, farið til á hótelið Kamala á Phuket. Þar sem þið gistið 5 nætur á einu af bestu fjölskylduhótelum sem eru á eyjunni, þar sem er nóg af dægradvöl fyrir börnin og afslöppun fyrir foreldrana.
Ekki er mælt með því að vera með börn undir 7 ára aldri í þessa ferð, við mælum sérstaklega með því að allir séu syndir sem fara í þessa ferð þar sem gisting er á sjálfu vatninu Cheow Larn.
Dagur 1: Koma til Phuket – Khao Lak
Frá flugvelli í Phuket verðið þið keyrð til hótels ykkar á Khao Lak.
Gisting: Khao Lak
Dagar 2-6: Khao Lak
Þessi dagur á Khao Lak eru á eigin vegum. Við mælum með að þið farið í stuttar ferðir sem við bjóðum uppá má þar nefna reiðtúr á fílum, heimsókn í míní dýragarð, sigla um á bambusflekum eða kanna dýra og gróðurlífið á eyjunni. Þar fyrir utan býður hótelið uppá ýmislegt eins og barna og fullorðins sundlaug, strandblak, badminton, borðtennis, barnakúbb, spameðferðir, hjólaleigu, fitnesscenter og gleymið ekki að hótelið liggur við einkaströnd. En ef þið hafið óskir eða hugmyndir um afþreyingu hafið þá samband við starfsfólk hótelsins og athugið hvort það getur ekki aðstoðað.
Gisting: Khao Lak (M)
Dagur 7: Khao Lak – Khao Sok Þjóðgarðurinn
Snemma morguns farið þið frá Khao Lak á vit nýrra ævintýra í Khao Sok þjóðgarðinum. Þið komið að Elephant Hills fílabúðum þar sem þið hafið möguleika á að fóðra og baða þessi stóru dýr og fá nasasjón af því hvað það þýðir að vera fílahirðir. Eftir hádegisverð upplifið þið frumskóginn með því að sigla rólega niður Sok-fljótið í kanóum. Um eftirmiðdaginn komið þið að frumskógarbúðunum þar sem þið gistið í 12 m² stórum afríkönskum lúxus tjöldum. Tjöldin eru með einka baði og klósetti. Þar eru góð rúm, rafmagn, gluggar og dyr ásamt moskítóneti svo þið getið sofið án þessa að fá “óvænta” gesti. Um kvöldið getið þið t.d. fengið ykkur frumskógardrykk á ”Jungle Explorer Club Bar”.
Gisting: Khao Sok (Lúxus Tjald búðir) (H,K)


Dagur 8: Khao Sok Þjóðgarðurinn
I dag er kominn tími á að skoða þetta frábæra svæði á báti. Þetta fallega vatn sem er ekki mikið heimsótt af ferðamönnum er umkringt af fjöllum og frumskógi, þar er góður möguleiki á að sjá villt dýr svo sem fíla, vatnabuffala, fjölda apategunda, fjölmargar fuglategundir og margt fleira. Síðla dags komum við að fjótandi bungalow tjöldum þar sem þið munið gista á sjálfu Cheow Larn-vatninu. Tjöldin eru útbúinn eins og venjuleg hótelherbergi. Það sem eftir er dagsins getið þið róið á kanóum um vatnið, tekið sundsprett í vatninu eða bara legið og notið tónlistar nátturunnar sem berst frá frumskóginum.
Gisting: Khao Sok (Luxury Fljótandi búðir Camp, Cheow Larn Vatnið) (M,H,K)
Dagur 9: Khao Sok Þjóðgarður – Phuket
Það er morgunverður á sama tíma og geislar morgunsólarinnar hita upp umhverfið og morgunþokan liftir sér af vatninu. Það er hægt að taka sér frískandi morgunsund áður en þið leggið af stað í göngu um frumskóginn. Á göngunni þræðið þið þrönga stíga og þjóðgarðsverðir sem eru með ykkur fræða ykkur um plöntu og dýralíf í regnskóginum. Þið komið aftur í búðirnar við Cheow vatnið þar sem þið fáið hádegisverð og getið farið í síðasta sinn í kano ferð á vatninu áður en þið kveðjið regnskógin og keyrið suður á bógin til hótels ykkar á Phuket.
Gisting: Phuket (M,H)
Dagar 10-13: Phuket
Eftir spennandi upplifun í frumskóginum bíður ykkur afslöppun á fyrstaflokks hóteli á Phuket þar sem dagarnir eru á eigin vegum. Eins og á hótelinu ykkar á Khao Lak, eru hér líka margir afþreyingarmöguleikar fyrir alla, hægt að versla, snorkla, kajak, hjóla, fara í eyjaferðir eða kvöldstund á Phuket Fantasea-sýningunni. Á hótelinu er sundlaug með rennibraut, sauna og ströndin er í göngufæri og liggur að Andaman-sjónum. Þar fyrir utan er á hótelinu spa meðferð, fitnesssalur og Kids World með ókeypis afþreyingu fyrir börn svo sem boltaleiki, tölvuspil og sjónvarps / kvikmyndaherbergi m.m.
Gisting: Phuket (M)
Dagur 14: Phuket – Phuket flugvöllur
Þetta er síðasti dagur ykkar og tími til að kveðja Thailand, nema þið ákveðið að framlengja dvölina. Þið verðið sótt á hótelið og keyrð út á Phuket flugvöll fyrir brottför áleiðis heim. (M)


Innifalið í verði á pakkanum er:
* Keyrsla frá Phuket flugvelli til Ramada Resort Khao Lak
* 6 nætur á Ramada Resort Khao Lak í Deluxe Oasis herbergi
* 3 dagar / 2 nætur akstur í hringferðinni, Khao Sok Jungle Lake Safari með enskumælandi leiðsögn
* 5 nætur á Coutyard bay Marriott í Kamala í 2 svefnherbegis “svítu”
* Einka keyrsla frá Coutyard by Marriott í Kamala til Phuket flugvallar
* Máltíðir eins og þeim er lýst í ferðalýsingu
Ekki innifalið:
* Flug Ísland – Bangkok – Phuket (Verð frá kr. 140.000,- með sköttum)
* Þjórfé (tips) til leiðsögumanna og bílstjóra
(M: Morgunverður, H: Hádegisverður, K: Kvöldverður)