Yoga ferðir til Bali alla daga allt árið

Dæmi um slíka ferð 16 dagar

246823_233624069984856_4292725_nRólegt og gott ferðamannahótel sem staðsett er u.þ.b. 150 m frá ströndinni. Hótelið heitir eftir bourgonvillla blóminu sem er algengt á svæðinu en á hótelinu eru 43 rúmgóð herbergi, fallega innréttuð í „balískum“ stíl, með minibar, síma, sjónvarpi, hárþurku, svölum eða verönd. Síðan er útisundlaug og er boðið upp á nudd m.a. ilm- og jurtanudd. Á hótelinu er  glæsilegur veitingastaður og bar. Þetta hótel fær okkar bestu meðmæli.
Eins og fram kemur hér að neðan eru 5 sérstaklega áhugaverðar skoðunarferðir í boði í þessari ferð. Í ferðunum býðst einstakt tækifæri til þess að kynnast landi og þjóð, siðum og hefðum eyjaskeggja ásamt þeirri einstöku náttúru sem Bali er þekkt fyrir. Það er síðan hvers og eins að ákveða hvenær farið  er í hvaða ferð, en við getum mælt með þeim öllum.

Fleiri myndir frá Parigata sjá https://www.facebook.com/Ferdaskrifstofan

Gisting á Parigata Resort & Spa*** (Sanur)

Hver og einn velur síðan og bókar í samráði við tengiliðinn, hvenær hann fer í skoðunarferðirnar.
Skoðunarferðirnar og hvenær farið er í þær kemur fram hér að neðan.

Ferð A: Hin einstaka fegurð á Kintamani (8 tímar), brottför sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
Ferð B: Ógleymanlegt sólarlag (5 tímar), brottför sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
Ferð C: Undur austur Bali (8 tímar), brottför þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
Ferð D: Töfrar norður Bali ( 9 tímar), brottför sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
Ferð E: „Oleh – Oleh“ (5 tímar) brottför þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga

Nánar um skoðunarferðirnar hér https://www.ferdin.is/bali/skodunarferdir/

Verð frá kr 410.055,- pr mann, miðað við 2 í herb.

Verð frá kr 477.402- pr mann í einbýli

Innifalið í verð:
* Flug frá Keflavík til Bali
* Allir flugvallar skattar og gjöld
* 5 dagsferðir með leiðsögn
* 12 næstur á hóteli með morgunverði.
* Akstur til og frá flugvelli
* 10 x Yoga tímar í opna tíma
* 1 nudd eða flaska af víni.