Dæmi um skoðunarferðirnar okkar á Bali.

Ferð A : Fegurð KINTAMANIKintamani

Helstu atriðin í þessari dagsferð:
* Hefðbundnir Baliskir Barong and Keris dansar
* Tréskurðar list
* Einstök náttúrufegurð á Batur fjalli og vatni
* Tampaksiring’s heilög uppspretta “æskunnar”

Bali er m.a. þekkt fyrir hefðbundana dansa. Einn af þeim dönsum er hinn þekkti Barong & Keris dans sem túlka “Ramayana” sem eru forn indversk söguljóð. Fyrsta stopp í þessari ferð er til að upplifa fegurð og tignarleik þessara hæfileikaríku balísku dagnsara. Þessir dansar túlka m.a. hina eilífu baráttu góðs og ills í heiminum. Síðan er haldið áfram til þorpsins Kemenuh en þar heimsækjum við tréskurðar listamenn við vinnu á vinnustofu sinni. Við munum fylgjst með þeim skera út hefðbundnar styttur og listaverk úr trjábolum. Ferðin heldur síðan áfram til Kintamani þar sem við njótum hins einstaka útsýnis yfir Batur vatnið og Batur eldfjallið, en það er 1.730 metra hátt. Hér er tækifæri til þess að snæða hádegisverð og njóta um leið þessa einstaka útsýnis. Næsti áfangastaður er Tampaksiring, en þar eru “heilagar” heitar laugar sem m.a. eru taldar “uppspretta eilífðar æsku”.

Innifalið:
* Te og kaffi fyrir brottför
* Akstur
* Leiðsögn
* Aðgangseyrir

Lend ferðar: Heill dagur, u.þ.b. 8 klst.
Ferðadagar: Sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga, föstudaga.
Leiðsögn: Enska

sólarlagið ógleymanlegaFerð B : Ógleymanlegt sólarlag

Helstu atriðin í þessari hálfsdags ferð:
* Mengwi Hofið
* Heimsókn til apanna í “Monkey Forest”
* Sólarlagið við Tanah Lot hofið

Hefur þú sérð sólarlagið á Bali? Sumir segja að það sé skyldumæting í þessa ferð hjá öllum sem heimsækja Bali. Þetta er síðdegisferð og hefst ferðin með heimsókn í hið konunglega Mengwi hof, Taman Ayun, sem var byggt árið 1634. Umhverfis hofið er stórt kastaladíki og á hofið að vera heimili guðsins “Mount Meru” sem á að fljóta um á “hafi eilífðarinnnar”.  Síðan heimsækjum við hinn “heilaga” apaskóg Alas Kedaton, og fylgjumst mað öpunum þar.  Í skóginum eru aðallega Nutmeg tré, sem eru í uppáhaldi hjá ávaxtaleðurblökum og öpum. Margar af fallegustu sólarlagsmyndum sem teknar hafa verið eru af Tanah Lot hofinu og umhverfi þess, en það var byggt á klettaeyju í Indlandshafi rétt við ströndina. Sólarlagið er u.þ.b. kl 18:00 og er komið tímanlega á staðinn til þess að hver og einn geti fundið “rétta” staðinn til þess að upplifa sólarlagið og fanga augnablikið á mynd. Ógleymanlegt segja flestir.

Innifalið:
* Te og kaffi fyrir brottför
* Akstur
* Leiðsögn
* Aðgangseyrir

Lend ferðar: Háldur dagur, u.þ.b. 5 klst.
Ferðadagar: Sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga, föstudaga
Leiðsögn: Enska

undur austur baliFerð C : Undur Austur Bali

Helstu atriðin í þessari dagsferð:
* Batik málverkasýning
* Besakih hofið eða Móður Hofið
* Einstaklega fallegt landslag
* Hefðbundið  Bali Aga þorp
* Klungkung’s “gamla”höfuðborg Bali

Í þorpinu Batu Bulan fáum við kynningu á Batik málun sem er visælt listform á þessu svæði. Eftir áhugaverða heimsókn og fræðslu förum við á austur hluta Bali, en þar finnum við vel fyrir nálægð eldfjallsinns Nount Agung sem er 3.142 metrar á hæð, en það gaus síðast árið 1963. Þetta er hæðsta og helgasta eldfjall eyjarinnar. Í hlíðum fjallsins stendur Besakih hofið, sem er helgasta Hindua hof landsins og því kallað “Móður Hofið” Það er síðan tilvalið að fá sér hádegisverð á Bukit Jambul, en þar getum við notið útsýnisins yfir nærliggjndi dal á meðan við snæðum. Á ferð okkar um austur Bali við munum síðan heimsækja hefðbundið Bali þorp, Penglipuran. Þetta þorp þykir sýna vel hvernig dæmigerð þorp á svæðinu hafa litið út en talið er að það hafi lítið breytst frá því á 16. öld. Á leið okkar til baka munum við heimsækja  “The Hall of Justice” sem staðsett er í  “Kerta Gosa” í Klungkung, sem áður var höfuðborg Bali.
Athugið: Við leggjum til að þið hafið með ykkur “yfirhöfn” til að klæðast í  Besakih Hofinu.

Innifalið:
* Te og kaffi fyrir brottför
* Akstur
* Leiðsögn
* Aðgangseyrir

Lend ferðar: Heill dagur, u.þ.b. 9 klst.
Ferðadagar: Þriðjudaga, Fimtudaga, Laugardag
Leiðsögn: Enska

galdrarFerð  D : Töfrar Norður Bali 

Helstu atriðin í þessari dagsferð:
* Fegurð hrísgrjónastallanna
* Lovina ströndin
* Vötnin Buyan, Tamblingan og Bratan
* Ulun Danu hofið í vatninu
* Heimsókn á “local” ávaxta og blómamarkað

Fyrst förum við og upplifum einstaka fegurð Pupuan og Antosari svæðanna, en morgunbirtan er kjörin til myndatöku og skoðunar á hrísgrjóna stöllunum. Það er áhugavert að fara um þessi landbúnarðhéruð en það eru ekki einungis ræktuð hrísgrjón, heldur einnig t.d. kaffi, kakó og fjölmargar ávaxta tegundir. Við höldum áfram norður eftir og stoppum m.a. við Lovina ströndina, en það er róleg falleg strönd með svörtum sandi og kjörin staður til þess að fá sér hádegisverð. Eftir aflöppun eftir matinn ef haldið áfram og stefnan tekin til fjalla eftir vegum sem hlykkjast upp í 1200 metra hæð. Á leiðinni og þegar upp er komið er útsýnið og náttúrufegurðin einstök.  Á leið okkar  förum við  m.a. fram hjá vötnunum Buyan og Tamblingan en á því svæði er að finna tegundir fugla, trjáa og blóma sem ekki er að finna á öðrum stöðum á eyjunni.  Við stoppum síðan við Ulun Danu hofið sem var byggt úti í Bratan vatninu rétt við Bedugul. Þessi heilagi staður er helgaður vatninu, enda er vatn undirstaða alls á Bali sem annars staðar. Ekki langt frá hofinu munum við stoppa á markaði heimamanna en þar sem tækifæri til að skoða og versla ávexti ofl. “beint frá bónda”. Segja má að þessi dagur sé ein allsherjar náttúruupplifun.

Innifalið:
* Te og kaffi fyrir brottför
* Akstur
* Leiðsögn
* Aðgangseyrir

Lend ferðar: Heill dagur, u.þ.b. 9 klst.
Ferðadagar: Sunnudaga, þriðjudaga, fimtudaga, laugardaga
Leiðsögn:
Enska

OLEH-OLEHFerð E : “Oleh-Oleh”

Helstu atriðin í þessari hálfsdags ferð:
* Bestu verslunarstaðirnir
* Höggmyndalist í Batubulan
* Silfur- og  gullsmiðir í Celuk
* Gallery í Ubud
* “Kecak & Fire” (apa) dans

Balí er verslunarparadís. Í þessari ferð er farið á “bestu” verslunarstaðina á eyjunni, auk þess sem heimsótt verður handverksfólk þannig að hægt verður að kaupa minjagripi beint af listamönnunum.  Batubulan Village er þekkt fyrir höggmyndalist og Celuk Village er þekkt fyriri gull- og silfursmiði. Í Ubud eru síðan gallery þar sem bæði er að finna hefðbundna list heimamanna auk nútímalistar. Það getur verið skemmtilegt að kíkja í nokkur gallery og fara síðan á aðal markað bæjarins. Okkur er síðan boðið  að sjá hinn víðfræga “Kecak & Fire” dans en ákveðin dulúð og glæsileiki hvílir yfir sýningunni.

Innifalið:
*
Te og kaffi fyrir brottför
* Akstur
* Leiðsögn
* Aðgangseyrir

Lend ferðar: Hálfur dagur, u.þ.b. 5 klst.
Ferðadagar: Þriðjudaga, Fimtudaga, Laugardag
Leiðsögn: Enska

Athugið að þetta eru “Gray Line” Ferðir á Bali (hópferðabílar)