Sígilda Balí Ferðin

Í þessari viðburðaríku hringferð er umgjörðin fullkomin – þægilegt loftslag, sólin gjöful, náttúran ótrúleg og framandi menning.
Dagarnir bjóða upp á mikla fjölbreytni eins og t.d. heimsókn í sveitaþorpin þar sem hægt er að upplifa bæði hefðbundinn dans og flott listaverk. Náttúrufegurðin á Balí algjörlega einstök og fer ekki fram hjá nokkrum manni sem heimsækir eyjuna. Síðast en ekki síst er að nefna heimsóknir í falleg hof  og spennandi fljótasiglingu á Ayung fljótinu. Að sjálfsögðu verður einnig nógur tími til að slappa af á fallegum sandströndum eyjunnar.
Í stuttu máli – góð blanda af upplifun og slökun.

Dagur 1.: Brottför frá Keflavík til Denpasar
Þið leggið af stað frá Keflavík með Icelandair til Stokkhólms kl. 07:45 og lendið í Kaupmannahöfn kl. 12:45. Þið eigið síðan flug áfram með Thai Airways til Bangkok kl. 14:25 en áætluð lending í Bangkok er kl 06:00 daginn eftir. Farangur ykkar verður innritaður alla leið frá Keflavík þannig að þið þurfið ekki að hafa áhyggur af töskunum.
Farangursheimild er 30 kg. í innrituðum farangri og 10 kg. í handfarangri. Um borð i Thai Airways eru allar veitingar fríar og boðið er uppá bæði kvöldverð og morgunverð.

Dagur 2.: Koma til  Bangkok og áfram til Bali - Sanur
Þið lendið í Bangkok kl. 06:00 og haldið áfram með Thai Airways kl. 09:35 til Denpasar en þar verður lent kl. 14:55 að staðartíma.
Þið verðið sótt á flugvöllinn, leiðsögumaður tekur á móti ykkur og fer með ykkur á hótelið þar sem þið getið slappað af það sem eftir er dagsins, hvort sem er við sundlaugina eða á ströndinni.
Gisting: Parigata Resort - Sanur (M)

Dagur 3.: Sanur
Dagurinn er á eigin vegum.  
Gisting: Parigata Resort Sanur (M)

Dagur 4.: Sanur - Ubud
Þið leggið af stað frá hótelinu ca. kl. 08.30 og keyrið norðureftir að miðhálendi eyjunnar. Hið stórkostlega landslag með vatnsmiklum fljótum og ljósgrænum hrísökrum er stórkostleg upplifun. Á leiðinni er stoppað við Batubulan, þar sem dansarar í litríkum drögtum sýna hefbundinn Barong-og Kris-dans (þjórfé ca. 300 kr ,- á einstakling, ekki innifalið í verði).  Áfram er haldið og þið komið við í tveim  bæjum sem hvor hefur sín sérkenni. Bærinn Mas er þekktur fyrir afburða góða handverksmenn, sérstaklega í tréskurði. Þorpið Celuk er miðstöð fyrir gull- og silfurvinnu á eyjunni.
Eftir að hafa skoðað listmuni og jafnvel verslað eitthvað er ferðinni haldið áfram um þessa náttúruparadís sem  Bali er, til tveggja áhugaverðustu staða eyjunnar. Fyrst heimsækjið þið  Mæðra hofið (Pura Basakih) þar sem eldfjallatoppurinn Agung er í bakgrunni, en þar er gaman að sjá iðandi og litskrúðugt mannlífið og hátíðarklædda Balíbúa með þakkar gjafir. I Klungkung, sem var höfuðborg eyjunnar í mörghundruð ár, getið þið séð fljótandi lystihús, sem var notað sem dómstóll fram á miðja 19 öld. Við komum á hótelið i Ubud seinnipart dags.
Gisting: Pertiwi Ubud (M)

Dagur 5 - 7.: Ubud
Dagarnir eru frjálsir og á eigin vegum. Upplifið rólegheitin í Ubud og stórkostlega náttúrufegurð í kring.
Gisting: Pertiwi Udbud (M)

Dagur 8.: Ubud – Candidasa
Eftir morgunverð er farið til Candi Dasa á austurströndinni. Á leiðinni verður stoppað við Fílahellin hjá Bedulu. Síðan heimsækið þið Gianyan, sem er þekkt fyrir hin fallegu handofnu teppi. Áfram er haldið meðfram ströndinni og stoppað við Goa Lawah hofið,  sem eru mjög stórt, en í því búa  þúsundir af litlum, svörtum leðurblökum.
Hofið er einnig þekkt fyrir, ævintýralegan, heilagan dreka, Naga Basuki. Farið verður um Karangasem og Tirtagangga, en það er af mörgum  álitið vera þungamiðja í Balískri menningu og því besta svæðið til að skoða “hið eina og sanna” Bali. Smábærinn Tenganan er mjög áhugavert að heimsækja en þar búa pre-hindúar af Bali Age ættflokknum. Þorpið liggur á hæðóttu svæði, umkringt gróskumiklum bambus skógi og sérstökum banyantrjám. Seinni partinn er áætluð heimkoma til Candi Dasa.

Gisting: Rama Candidasa (M)

Dagur 9.: Candidasa
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum
Gisting: Rama Candidasa (M)

Dagur 10.: Candidasa – Lovina
Þið farið snemma um morguninn frá Candidasa og keyrið inn í landið í átt að Bangli. Fyrsta stopp er Pura Kehen, sem sagt er vera fallegasta hof á Bali. Eftir heimsókn í þorpið Pengelipuran er haldið áfram að bænum Kintamani en náttúrufegurðið á þessari leið þykir einstök. Hér er fallegt útsýni að eldfjallinu Mount Batur, sem árið 1926 gróf þennan litla bæ í ösku. Eftir hádegi komið þið að hofinu Penulisan sem er staðsett á einum af hæstu stöðum Bali.
Seinni part komum við til Lovina á norðurstönd Balí.

Gisting: Aditya Lovina (M)

Dagur 11: Lovina
Dagurinn er frjáls og á eigin vegum.
Gisting: Aditya Lovina (M)

Dagur 12.: Lovina – Sanur
Þið farið frá Lovina og keyrið að Gitgit fossinum, þar förum við í stuttan göngutúr. Áfram er haldið að Bratan-vatninu og stoppað við hofið Ullu Danu sem er mikið heimsótt af íbúum  nærliggjandi bæja. Síðan verður haldið áfram suðureftir til Mengwi til að upplifa hið stórkostlega hof Pura Taman Ayun sem liggur við lótus vatnið. Seinni partinn komið þið að lítilli klettaeyju við ströndina þar sem hið ótrúlega hof, Tanah Lot er staðsett, en margir segja að þar hafi þeir upplifað fallegasta sólsetur í heimi.
Eftir átta daga upplifun er tími kominn til að slappa af á sólarströnd.

Gisting: Parigata Resort Sanur (M)

Dagur 13 - 15 : Sanur
Dagarnir eru á eigin vegum.
Gisting: Parigata Resort Sanur (M)

Dagur 16.: Sanur – Island
Þið verðið sótt á hótelið í Sanur eftir hádegi en brottför er  frá flugvellinum í Denpasar kl 17:40. Áætluð lending í Bankok er kl. 20:50 en áfram haldið þið síðan með Thai Airways til Kaupmannahafnar kl. 01:20 eftir miðnæti og er áætluð lending í Kaupmannahöfn kl 07:40  að morgni 24. okt.  
Frá Kaupmannahöfn verður haldið til Keflavíkur kl. 19:45 og er áætluð lending í Keflavík kl. 20:55, athugið að allt eru þetta staðartímar. 
Máltíðir innifaldar í flugi með ThaiAirways

Ath. Verð fer eftir árstíma

Þá er innifalið flug frá Íslandi og einka ferðin eins og henni er lýst

Ýtið á myndirnar hér að neðan til að skoða bæklinga