12. til 30. október 2023
Allir hafa heyrt talað um Bali og dreymir marga um að heimsækja eyjuna. Í þessari ævintýraferð til Indonesíu ætlum við ekki bara að heimsækja Bali og ferðast um eyjuna, heldur heimsækjum við einnig nágrannaeyjuna Lombok og Gili eyjarnar. Við endum síðan ferðina á Bali en þá förum við m.a. í dagsferð yfir til Nusa Penida sem ýmsir líkja við "falin gimstein" rétt fyrir utan Bali. Þetta er því miklu meira en bara Baliferð þar sem Bali er bara ein af eyjunum sem við heimsækjum.
Á Bali munum við gista í Sanur, Ubud og Legian auk þess sem við förum skoðunarferðir um eyjuna þar sem við kynnumst einstakri náttúru, menningu og mannlífi. Þó svo eyjarnar Bali og Lombok séu um margt áþekkar landfræðilega þá verður ekki sama sagt um trúarbrögðin, menninguna og mannlífið. Á Lombok gistum við í þrjár nætur ásamt því að fara í mjög áhugaverða skoðunarferð. Við gistum síðan 4 nætur á Gili Trawangan, en Gili eyjarnar eru ekki síst þekktar fyrir kóralrifin með litskrúðugu gróður- og dýralífi. Þetta er því frábærar eyjar til að snorkla við en t.d. ef við erum heppin þá getum við séð sæskjaldbökur þegar þær koma upp á grunnsævi í ætisleit.
Dagur 1: 12. okt. Keflavík - Bali
Lagt af stað frá Keflavík kl 07:35 og flogið með Icelanair til Stokkhólms en við lendum þar kl 12:45. Eftir rúmlega klukkutíma stopp er haldið áfram til Bangkok með Thai Airways.
Dagur 2: 13. okt. Komið til Bali
Við lendum í Bangkok kl 05:50 að morgni en þaðan höldum við áfram kl 09:35 og lendum á Bali kl 14:55. Við verðum sótt á flugvöllinn á Denpasar og ekið til Sanur en þar ætlum við að gista fyrstu tvær næturnar.
Gisting: Respati Beach Hotel Superior Room (M). https://www.respatibeachhotel.com/
Dagur 3: 14. okt. Sanur
Dagurinn á eigin vegum. Afslöppun eftir ferðalagið, slökum á við sundlaugina eða á ströndinni en hótelið okkar er við ströndina. Röltum um nágrennið, skreppum í búð ef eitthvað vanta, verðum okkur út um Indonesiskar Rupiah sem er gjaldmiðill heimamanna o.s.frv. Til fróðleiks þá eru 100 kr ca 10.800 IDR (Rupiah). Sanur er rólegur bær með fjölda veitingastaða þannig að við finnum okkur örugglega eitthvað gott að borða.
Gisting: Respati Besch Hotel Superior Room (M)
Dagur 4: 15. okt. Sanur - Ubud
Undir hádegi verður ekið til Ubud. Við innritum okkur á hótelið en seinni partinn ætlum við að upplifa Ubud á reiðhjóli. Ef reiðhjól hentar ekki einhverjum þá er hægt vera í bílnum sem fylgir okkur. Ca kl 15:30 verðum við sótt og ekið þangað sem við leggjum upp í hjólaferðina. Við fáum reiðhjól og hjálm og leggjum síðan af stað. Fyrsti hlutinn er um hrísgrjóna akra og smá þorp. Besta leiðin til að upplifa náttúruna, kyrrðina og andrúmsloftið á Bali er er gangandi eða hjólandi. Við stoppum við Gunung Kawi Sebatu sem er fornt Hindua hof með vatnslind sem talin er vera með heilagt vatn. Eftir að hafa notið kyrrðarinnar við þetta litla hof höldum við áfram og hjólum fram hjá Perkedui þorpinu sem einnig er kallað "Garuda þorpið", en svæðið bíður ekki einungis upp á fallegt umhverfi og afslappað andrúmsloft heldur "svífur" andi fortíðarinnar þarna yfir vötnum. Flestir íbúar svæðisins vinna við að gera trúarlegar styttur og þá aðallega af guðinum Garuda. Sega má að náttúran og mannlífið sem þema dagsins. Haldið til baka á hotelið. Vegalengd sem hjólað er, ca 20 km.
Gisting: Ubud Wana Resort, Wana Garden (M) http://www.ubudwanaresort.com/
Dagur 5: 16. okt. Ubud, skoðunarferð um austur Bali
Eftir morgunmat leggjum við af stað í skoðunarferð um austurhluta Bali. Fyrsta stopp er Penglipuran sem er dæmigert sveitaþorp með hefðbundnum byggingum og mannlífi. Þá er stefnan setta á Besakih hofið sem einnig er kallað "móður hofið" enda móðir allra hofa í landinu samkvæmt trú heimamanna. Besakih er stutt frá Agung eldfjallinu og var við byggingu hofsins líkt eftir eldfjallinu sem er heilagt eins og hofið samkvæmt trú heimamanna. Við göngum um hofið sem eru 23 mannvirki og fræðumst um trúarlíf landsmanna, en fyrir heimamönnum er trúin og daglegt líf eitt og hið sama.
Hádegisverður á Mahagri veitingastað þar sem við njótum matarins með frábært útsýni yfir hrísgrjón akra og Agung eldfjallið. Höldum síðan áfram um þorp og akra en það er langt frá því að það séu einungis hrísgrjón ræktuð á svæðinu. Við endum daginn á heimsókn til Klungklung. Komum við á local markaði á leið okkar að höllinni í Klungklung en markaðarnir eru ekki bara staður sem fólk kaupir og selur sínar vöru heldur eru þeir staðurinn þar sem íbúarnir hittast daglega og hafa þeir því miklu félagslegu hlutverki að gegna. Höllin í Klungklung er ríkulega skreytt málverkum og skúlptúrum en byggingarnar sjálfar eru listaverk einar og sér. Eftir heimsóknina til Klungklung höldum við aftur til Ubud.
Gisting: Ubud Wana Resort, Wana Garden (M,H)
Dagur 6: 17. okt. Ubud
Dagurinn á Ubud á eigin vegum. Ubud er miðstöð menningar og lista á Bali því margt að sjá og upplifa. Síðan eru það akrarnir, markaðarnir og ýmsar skoðunarferðir sem gaman er að fara í.
Gisting: Ubud Wana Resort, Wana Garden(M)
Dagur 7: 18. okt. Ubud - Lombok
Eftir morgunverð leggjum við af stað til eyjunnar Lombok. Við ökum niður að höfn í Padang Bai, siglum síðan yfir til Lombok en siglingin þangað tekur 1 klst og 15 mín. Við komuna til Lombok verður okkur ekið til Senggigi en þar munum við gista.
Gisting: Qunci Villas, Garden View Room (M,H) https://quncivillas.com/
Dagur 8: 19. okt. Lombok
Nú ætlum við í skoðunarferð um Lombok. Þó svo stutt sé á milli eyjanna Bali og Lombok þá er margt ólíkt með menning, trú og siðum heimamanna. Við verðum sótt á hótelið eftir morgunverð og setjum stefnuna á Tetebatu sem er í Rinjani þjóðgarðinum nánar tiltekið í suðurhlíðum Rinjani eldfjallsins. Í Tetebatu er ætlunin að fara í u.þ.b. 6 km langa göngu í einstöku emhverfi og mikilli náttúrufegurð. Áður en lagt er af stað í gönguna munum við sjá hvernig heimamenn rista kaffibaunirnar sínar yfir eldi en kaffibauna rækt og kaffibauna brennsla og mölun á sér langa hefð í Indonesíu. Við fáum okkur jafnvel bolla af nýmöluðu kaffi áður en við leggjum af stað. Á svæðinu fer fram margs konar ræktun og munum við m.a. ganga um hrísgrjónaakra og ávaxtagarða. Það er breytilegt eftir árstíðum hvað verið er að rækta en bændur munu örugglega vera að sinna ökrunum sínum þegar við förum þar um. Á göngu okkar um akra og skóga munum við fá tilfinningu fyrir lífinu í landbúnaðarhéruðum eyjunnar. Þá er það Tibu Topat fossinn en á leiðinni þangað förum við um skógarsvæði þar sem aldrei er að vita nema við sjáum apa stökkva á milli trjánna.
Við hittum síðan bílstjórann okkar aftur og hann keyrir okkur í hádegismat á local veitingastað í Tetebatu þorpinu. Eftir mat höldum við áfram til Loyok og hittum fjölskyldu sem ætlar að sýna okkur körfugerð en þessar körfur eru ofnar úr bambusþráðum. Þessar körfur er ofnar um alla Indonesíu en svæði og héruð hafa þróað með sér sína sérstöðu við körfugerðina. Húsagerð heimamanna er eitt af því sem við munum fræðast um, t.d. framleiðsla á þakplötum úr leir ofl. Á leiðinni til baka á hótelið munum við stoppa á mörkuðum heimamanna og jafnvel bragða á því sem þar er á boðstólum.
Gisting: Qunci Villas, Garden View Room (M, H)
Dagur 9: 20. okt. Lombok
Dagurinn á eigin vegum. Hótelið er staðsett í fallegu umhverfi við ströndina og kjörin staður til afslöppunar eða ......................
Gisting: Qunci Villas, Garden View Room (M)
Dagur 10: 21. okt. Lombok - Gili Travangan
Um morguninn verður siglt til Gili Trawangan. Siglingin tekur ca. 30 mín. Í eyjunni eru mikil rólegheit, engin vélknúin ökutæki en ferðamátinn eru hestvagnar, reiðhjól eða fótgangandi. Þegar við komum til eyjunnar höfum við því val um að ganga (ca 10 mín) eða taka hestvagn að hótelinu. Hestvagnarnir eru ekki innifaldir í verði ferðarinnar. Það sem eftir er dags er tilvalið að slaka á við sundlaugina á hótelinu eða á ströndinni.
Gisting: Aston Sunset Beach Resort, Deluxe Pool View (M) https://www.astonhotelsinternational.com/en/hotel/view/37/aston-sunset-beach-resort---gili-trawangan
Dagur 11. 22. okt. Gili Trawangan
Þennan dag ætlum við að sigla yfir að nágrannaeyjunum Gili Meno og Gili Air. Gili eyjarnar eru ekki síst þekktar fyrir falleg kóralrif með litskrúðugt jurta- og dýralíf en við ætlum því ekki bara að heimsækja eyjarnar heldur líka kóralrifin og snorkla þar.
Gisting: Aston Sunset Beach Resort, Deluxe Pool View (M)
Dagur 12 - 13: 23. - 24. okt. Gili Trawangan
Dagarnir eru frjálsir og á eigin vegum. Gili Trawangan er stærst og mest heimsótta eyjan af Gili eyjunum og þar búa ca. 1.000 manns. Gili eyjarnar eru frábærar til afslöppunar og það er tilvalið að liggja í sólbaði á hvítum sandströndum og slaka vel á í framandi og rólegu umhverfi. Útfrá Gili er síðan einstakar aðstæður til köfunnar og til að snorkla enda sjórinn tær og falleg kóralrif skammt frá landi. Ef við erum heppin þá getum við t.d. séð þegar sæskjaldbökur koma upp á grunnsævi í ætisleit.
Gisting: Aston Sunset Beach Resort, Deluxe Pool View (M)
Dagur 14: 25. okt. Gili Trawangan - Bali
Siglt og ekið til Legian á Bali. Um morguninn tökum við hestvagn þangað sem ferjan leggur upp og siglum yfir til Bali. Þegar komið verður til Bali verður ekið til Legian og gist þar.
Gisting: Away Bali Legian Camakila (M) https://www.awaybalilegiancamakila.com/
Dagur 15: 26. okt. Bali
Dagurinn á eigin vegum. Nú verðum við búin að vera það lengi á svæðinu að við vitum gera og upplifa á frídögunum.
Gisting:Away Bali Legian Camakila (M)
Dagur 16: 27. okt. Bali - Nusa Penida
Dagsferð til Nusa Penida sem margir hafa "földum gimsteini" rétt við Bali. Eftir morgunverð leggjum við af stað til eyjunnar en fyrir utan að upplifa einstaka náttúrufegurð eyjunnar þá eru flottir staðir til að "snorkla" við eyjuna. Eftir komuna til förum við um borð í bát og siglum út á Manta flóann en þar ætlum við að byrja á því að snorkla. Við eyjuna eru margir fallegir staðir sem gaman er að skoða í kristaltærum sjónum eins og falleg kóralrif og litskrúðugt dýralíf. Ef við erum heppin þá getum við séð stórar og tignalegar skötur.
Eftir siglinguna og "snorklið" skellum við okkur í sturtu og fáum okkur hádegismat. Eftir matinn skoðum við okkur um á eyjunni og förum m.a. á Kelingking Cliff en útsýnið þar er einstakt, blár hafflöturinn, hvítar sandstrendur og tignarlegir klettar.
Við siglum síðan aftur til Bali og verður ekið á hótelið.
Gisting: Away Bali Legian Camakila (M,H)
Dagar 17 - 18: 28. - 29. okt. Bali
Afslöppun fyrir heimferðina eða skreppa og skoða eitthvað meira, t.d. upplifa sólarlagið við Tanah Lot.
Gisting: Away Bali Legian Camakila (M)
Dagur 19: Denpasar Bali - Keflavík
Eftir hádegi verður ekið frá Legian út á flugvöll við Denpasar en brottför er kl 16:10 og flogið með Thai Airways til Bangkok. Lent í Bangkok 19:25 en þaðan er haldið áfram kl 01:25 til Stokkhólms.
Dagur 20: Keflavík
Lent í Stokkhólmi kl 06:55 en haldið þaðan áfram til Keflavíkur kl 12:50. Komið til Keflavíkur kl 15:15.
Verð, fáið tilboð í þennan pakka hjá okkur á þeim dagsetningum sem ykkur hentar
Innifalið í verði:
- Millilandaflug frá Íslandi
- Gisting með morgunverði samkvæmt ferðalýsingu
- Hádegisverður 3 daga samkvæmt ferðalýsingu
- Allur akstur og siglingar samkvæmt ferðalýsingu ásamt aðgöngumiðum og skoðunarferðum
- Íslensk fararstjórn ásamt enskumælandi fararstjórn
Ekki innifalið í verði:
- Tryggingar
- Gjafir og þjórfé
- Máltíðir og annað sem ekki er minnst á í leiðarlýsingu
- Ekki fargjald með hestvögnum á Gili Trawangan til og frá hóteli.
Nánari upplýsingar og bókanir í 8938808 eða mi@ferdin.is