Að bera saman ferðir.
Þegar ferðir eru bornar saman þá er oft gott að athuga hvað ferð kostar pr. dag og hvað er innifalið í verðinu.
Dæmi um slíkan samanburð eru tvær ferðir sem nú eru í boði til Thailands á næstunni, þ.e. “Leyndardómar Thailands” sem við bjóðum upp á í janúar og síðan ferð með annari ferðaskrifstofu sem boðið er upp á í febrúar.
Dagsverð á okkar ferð er ca. 25.000,- pr. dag
Dagsverð hjá hinum er ca. 30.000,- pr. dag
Innifalið hjá okkur:
Akstur frá flugvelli í Bangkok á hótel.
Gisting í 3 nætur með morgunverði á Grand China Princess hótel.
Gisting í 9 nætur með morgunverði í hringferðinni norður í land.
Flug með Icelandair frá Keflavík til Kaupmannahafnar báðar leiðir
Flug með Thai Airways frá Kaupmannahöfn til Bangkok báðar leiðir
Gisting í 5 nætur með morgunverði á Chai Chet Resort Koh Chang.
Skoðunarferð um Bangkok, Grand Palace ofl.
Enskumælandi leiðsögumaður 6. jan til 20. jan.
Fullt fæði í 6 daga.
Hálft fæði 4 daga.
Sigling frá Bangkok til Ayutthaya.
Létt „river rafting“ á Mae La Mao fljótinu í gúmmibátum.
Hálfsdagsferð til Doi Suthep hofsins.
Hálfsdagsferð í handverksbæinn Sangkamphang.
Ferð í fílabúðir („reiðtúr“ ekki innifalinn).
Heimsóknir í nokkur fjallaþorp.
Sigling á Maekok River á fljótapramma.
Dagsferð í „Gullna Þríhyrninginn“.
Flug frá Chiang Rai til Bangkok.
Akstur og sigling frá Bangkok til Koh Chang.
Akstur og sigling frá Koh Chang á flugvöll við Bangkok.
Enskumælandi Thailenskur fararstjóri og einka bílstjóri.
Íslensk fararstjórn.
Innifalið hjá hinum
Flug og flugvallaskattar
Gisting á góðum hótelum í 12 nætur
12 x morgunverðarhlaðborð
5 hádegisverðir og 7 kvöldverðir skv. dagskrá
Innanlandsflug í Tælandi
Allur akstur og skoðunarferðir samkv. ferðalýsingu
Virðisaukaskattur og þjónustugjöld ferðamanna
Enskumælandi staðarleiðsögumaður og Íslensk fararstjórn
Hvort myndir þú velja?