Undanfarin sumur hefur Airberlin verið umsvifamesta erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og forsvarsmenn þess eru ánægðir með gang mála hér á landi og ætla að fjölga ferðum.
Næsta sumar mun félagið bjóða upp á beint flug frá Keflavíkurflugvelli til fjögurra borga í Þýskalandi: Hamborgar, Munchen, Berlínar og Dusseldorf.
Flogið verður allt að fjórum sinnum í viku en það er mismunandi eftir áfangastöðum. Á næsta ári gerir ætlar félagið að lengja ferðatímabilið og hefja flug strax í byrjun júní og fram í miðjan september.